8.2.5. gr .Hliðarfærsla og titringur burðarvirkja

Aftur í: 8.2. KAFLI. Burðarvirki

Hliðarfærsla burðarvirkis vegna vindálags eða annarra orsaka skal vera minni en fram kemur í töflu 8.03 .

Tafla 8.03 Hámarkshliðarfærsla .

Flokkur Einnar hæðar byggingar og einstakar hæðir Fjölhæða byggingar (fjórar hæðir og hærri)
 Ekki sérstök greinargerð um formbreytingar Sérstök greinargerð um formbreytingar*Ekki sérstök greinargerð um formbreytingar Sérstök greinargerð um formbreytingar*
AH/400 H/250 H0/500 H0/350
BH/350 H/150 H0/500 H0/300
C H/300 H/100 H0/500 H0/200
H = Hæð einstakra hæða í byggingu .
H0 = Heildarhæð byggingar .
* Í greinargerð skal sýna að burðarvirkið og byggingin í heild þoli formbreytinguna með hliðsjón af 8.2.3. gr .

Við notkun töflu 8.03 skal miða við þær skýringar sem fram koma í töflu 8.01, eftir því sem við á .
Lóðréttur færslumunur milli aðliggjandi undirstaða samfelldrar, láréttrar burðareiningar vegna sigs eða annarra samsvarandi hreyfinga undirstaðanna, t.d. hitaþenslu, skal vera minni en 15 mm á hverju bili en þó undir L/300 .
Fyrir hallandi burðareiningar gilda samsvarandi kröfur og fram koma í töflum 8.01 og 8.03 .
Hönnuði ber að tryggja að hegðun bygginga og burðarhluta vegna titrings sé ásættanleg með þægindi notenda í huga og virkni byggingarinnar eða einstakra hluta hennar, sbr. ákvæði ÍST EN 1990 .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.