9.7.2. gr .Útveggir

Aftur í: 9.7. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga

Meginreglur: Útveggir bygginga skulu vera þannig að þeir rýri ekki brunahólfun þeirra. Útveggir bygginga skulu vera þannig að þeir auki ekki líkur á útbreiðslu elds á milli brunahólfa og að útbreiðsla elds inni í veggjum sé hindruð. Útveggir skulu gerðir þannig að hætta fyrir fólk og slökkvilið vegna fallandi byggingarhluta við bruna sé sem minnst .
Viðmiðunarreglur: Léttir útveggir, þ.e. ekki berandi útveggir, skulu minnst vera EI 60, nema í sérbýlishúsum í notkunarflokki 3 þar sem þeir skulu minnst vera EI 30, sbr. þó c-lið 1. mgr. 9.6.10. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.