9.7.3. gr .Yfirborðsfletir útveggja

Aftur í: 9.7. KAFLI. Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga

Meginreglur: Yfirborðsfletir útveggja skulu vera þannig að þeir valdi ekki sérstakri hættu á útbreiðslu elds milli brunahólfa eða auki verulega hættu á útbreiðslu elds milli bygginga .
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um yfirborðsfleti útveggja:
1. [Yfirborðsfletir útveggja í einnar hæðar byggingum skulu að lágmarki vera klæðningar í flokki 2. Einnig er heimilt að nota klæðningar í flokki 2 í tveggja hæða byggingum ef rökstutt er í greinargerð að slíkt sé talið hættulítið.]1)
2. [Yfirborðsfletir útveggja í byggingum sem eru meira en tvær hæðir skulu að lágmarki vera klæðningar í flokki 1. Utan á vegginn má setja veðurkápu og skulu öll efni tengd henni vera A2-s1,d0. Undir veðurkápunni skal vera samsvarandi bruna­vörn og er í þeirri brunahólfun hússins sem nær að útveggnum og ef loftræst bil er til staðar skal brunavörnin vera þar.]1)
3. Í allt að átta hæða byggingum mega allt að 20% hvers veggflatar utanhúss vera afmarkaðir smáfletir með klæðningu í flokki 2. Mesta hæð hvers slíks flatar skal vera innan við 50% af salarhæð viðkomandi hæðar. Þá má ekki staðsetja þannig að þeir auki hættu á útbreiðslu elds milli hæða eða vera í flóttaleið .
1) Rgl. nr. 977/2020, 48. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.