3.8.4. gr.]1) Vottorð um öryggisúttekt

Aftur í: 3.8. KAFLI Öryggisúttekt .

Leyfisveitandi skal að lokinni öryggisúttekt [gefa út]1) undirritað vottorð um að úttekt hafi farið fram .
Vottorðið skal dagsett og skal þar koma fram til hvaða mannvirkis eða hluta þess öryggisúttektin hafi tekið .
[Skoðunarskýrsla skal fylgja vottorði um öryggisúttekt.]1) Leyfisveitanda er heimilt að skrá í vottorð um öryggisúttekt […]1) athugasemdir sem hann telur þörf á að fram komi vegna úttektarinnar. [Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum leyfisveitanda er heimilt að samþykkja öryggisúttekt með athugasemdum.]1)Taki úttekt til hluta mannvirkis skal […]1) skrá athugasemd um að ekki sé heimilt að taka aðra hluta þess í notkun nema að undangenginni öryggisúttekt.
Á vottorði vegna öryggisúttektar skal tilgreina áætlaðan tíma fyrir lokaúttekt, þó ekki meira en þrjú ár frá öryggisúttekt .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.