6.12.8. [Sorpgerði, sorpskýli og neðanjarðar sorplausnir.]3) […]1)

Aftur í: 6.12. KAFLI. Tæknirými

[]1)
[Sorpgerði, sorpskýli og neðanjarðar sorplausnir skulu ekki vera fjær inngangi byggingar en sem svarar 25 m.]3) []1)
[Gólf í [sorpgerði og sorpskýli]3) skal vera úr efni sem auðvelt er að þrífa og með niðurfalli sé það 6 m² eða stærra.]2)
Vegna [sorpgerðis og sorpskýlis]3) skal gert ráð fyrir vatnskrana og slöngu við byggingu, þannig staðsettri að hægt sé að nota slönguna við að þrífa [sorpgerðið eða sorpskýlið.]3)
Ákvæði 6.2.3. gr. um umferðarbreidd gilda gagnvart sorpgerði og sorpskýli á lóð. Sorpgerði og sorpskýli skulu ekki vera niðurgrafin.
1) Rgl. nr. 360/2016, 18. gr.
2) Rgl. nr. 350/2013, 42. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020, 26. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.