3.7.1. gr.] 1) Framkvæmd áfangaúttekta

Aftur í: 3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

Áfangaúttektir skulu gerðar á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, [lög um byggingarvörur og reglugerðir sem settar eru skv. þeim,]1) lög um mannvirki og ákvæði þessarar reglugerðar [á grundvelli ákvæða skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1) .
Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og óskar úttektar eftirlitsaðila. Byggingarstjóra er skylt að vera viðstaddur áfangaúttektir. Enn fremur skal iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda .
[Sé gerðar athugasemdir í skoðunarskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt verði úr og úttekt endurtekin. Í skoðunarhandbók er tilgreint í hvaða tilvikum og með hvaða skilyrðum byggingarstjóra er heimilað að láta leiðrétta minniháttar frávik án kröfu um að úttekt sé endurtekin.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.