3.7.1. gr.] 1) Framkvæmd áfangaúttekta

Aftur í: 3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

Áfangaúttektir skulu gerðar á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar þar sem [byggingarstjóri eða ]2) eftirlitsaðili kannar hvort viðkomandi þáttur sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn, [lög um byggingarvörur og reglugerðir sem settar eru skv. þeim,]1) lög um mannvirki og ákvæði þessarar reglugerðar [á grundvelli ákvæða skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1) .
[Byggingarstjóri annast áfangaúttektir í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista þegar verkþátturinn er tilbúinn til úttektar.
Leyfisveitandi getur ákveðið ef þörf er á, t.d. ef fram koma alvarlegar eða ítrekaðar athugasemdir í stöðuskoðun eða vegna vanrækslu byggingarstjóra, að hann sjálfur, eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir skv. 2. mgr. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra áfangaúttekta sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Úttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar skilgreint úrtak innan ákveðins verkþáttar. Niðurstöður áfangaúttekta skal skrá í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Byggingarstjóri mannvirkis skal fyrir hönd eiganda þess sjá til þess að áfangaúttektir fari fram og tilkynna eftirlitsaðila um lok úttektarskyldra verkþátta og fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
Ef ákveðið hefur verið að áfangaúttektir séu gerðar af hálfu eftirlitsaðila skal byggingarstjóri óska eftir úttekt með minnst sólarhrings fyrirvara.
Byggingarstjóri skal skrá niðurstöður áfangaúttekta í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Honum er skylt að vera viðstaddur allar áfangaúttektir. Ef sérstaklega stendur á, t.d. vegna
veikinda, getur byggingarstjóri veitt aðila með starfsleyfi byggingarstjóra skýrt og afmarkað umboð til að mæta í eða annast tilteknar áfangaúttektir. Iðnmeistari eða sá sem hann tilnefnir í sinn stað skal vera viðstaddur úttekt á þeim verkþáttum sem eru á hans ábyrgðarsviði og undirrita úttekt nema um annað sé samið í samningi milli iðnmeistara og eiganda.]2)

[Sé gerðar athugasemdir í skoðunarskýrslu skal byggingarstjóri sjá til þess að bætt verði úr og úttekt endurtekin. []2)]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 12. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.