3.7.3. gr.]1) Eigin úttektir byggingarstjóra

Aftur í: 3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

Leggi eigandi mannvirkis fram skriflega greinargerð um innra eftirlit byggingarstjóra getur leyfisveitandi heimilað byggingarstjóra að gera sjálfur einstakar áfangaúttektir. Skilyrði er að byggingarstjórinn hafi gæðakerfi sem uppfyllir kröfur reglugerðar þessarar .
Áður en leyfi skv. 1. mgr. er veitt skal liggja fyrir verkáætlun af hálfu byggingarstjóra og skriflegt samkomulag milli byggingarstjóra og leyfisveitanda um framkvæmd úttektanna. Í samkomulaginu skal koma fram hvenær, hve oft og hvernig byggingarstjóra ber að [skila leyfisveitanda skýrslu um framkvæmd úttektarinnar, sbr. 3. mgr.]1) Jafnframt skal þar vera ákvæði um að leyfisveitanda sé tilkynnt um verklok þess verkþáttar sem heimildin tekur til svo og að byggingarstjóra beri að tilkynna um tafir á framkvæmd eða ef vinnu við framkvæmdina er hætt tímabundið .
[Eigin úttekt skal unnin í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista og skal lokið með gerð skoðunarskýrslu sem afhent er leyfisveitanda innan tilgreindra tímamarka skv. 2. mgr. og skráð í gagnasafn Mannvirkjastofnunar. Við eigin úttekt er byggingarstjóra ekki heimilt að beita úrtaksskoðun, sbr .
ákvæði skoðunarhandbókar.]1) Gögn um eigin úttektir byggingarstjóra skulu varðveitt á byggingarstað þannig að leyfisveitandi geti haft eftirlit með því að allar úttektir hafi farið fram .
Starfi byggingarstjóri ekki í samræmi við samkomulag hans við leyfisveitanda um eigin úttektir er leyfisveitanda heimilt að rifta því án frekari viðvarana .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
[

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.