3.7.4. gr.]1) Áfangaúttektir

Aftur í: 3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [

[Byggingarstjóri skal skrá fyrirhugaða áfangaúttekt í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) með að minnsta kosti fjögurra klukkustunda fyrirvara.]2)
Áfangaúttektar skal óskað við eftirlitsaðila með minnst sólarhrings fyrirvara. Eftirtaldir verkþættir mannvirkjagerðar skulu teknir út með áfangaúttektum:
a. Jarðvegsgrunnur, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu í slíkan grunn, þ.m.t. plötupróf .
b. Uppsláttur og bending undirstöðuveggja .
c. Lagnir í grunni, þ.m.t. rör fyrir heimtaugar rafmagns- og fjarskiptakerfa áður en þær eru huldar .
d. Frágangur raka- og vindvarnarlaga .
e. Grunnur, áður en botnplata er steypt .
f. Uppsláttur og bending allra steyptra byggingarhluta .
g. Uppbygging veggjagrinda burðarveggja, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
h. Uppbygging léttra gólfa og festingar þeirra áður en klætt er .
i. Uppbygging þaka, loftun, afstífing þeirra og festingar áður en klætt er .
j. Frágangur klæðningar þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.m.t. festingar, negling þakjárns og annar tilsvarandi frágangur .
k. Frágangur ystu klæðningar veggja, þ.m.t. festingar og loftun .
l. Uppbygging og frágangur eldvarnarveggja .
m. Uppbygging og frágangur niðurhengdra lofta og frágangur vegna eldvarna .
n. Frágangur, gerð og þykkt varmaeinangrunar .
o. Frágangur vegna hljóðeinangrunar .
p. Neysluvatns-, hitavatns-, hita-, gas-, gufu-, þrýsti- og kælikerfi ásamt einangrun þeirra, þrýstiprófun og frágangur vegna eldvarna .
q. Frárennslislagnir innanhúss ásamt eldvörnum og hljóðeinangrun þeirra .
r. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfi utanhúss .
s. Stokkalagnir og íhlutar þeirra fyrir loftræsi- og lofthitunarkerfi ásamt varma- og eldvarnareinangrun og allur tilheyrandi frágangur vegna eldvarna og hljóðeinangrunar .
t. Tæki og búnaður loftræsi- og lofthitunarkerfa .
u. Þættir er varða eldvarnir sem verða huldir þannig að úttekt þeirra sé ekki framkvæmanleg við öryggis- eða lokaúttekt .
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 14. gr.
[
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.