Aftur í: 3.7. KAFLI Úttektir á mannvirkjum [
Komi við úttekt í ljós vanræksla byggingarstjóra og/eða iðnmeistara eða háttsemi af þeirra hálfu sem fer í bága við ákvæði laga um mannvirki og reglugerð þessarar ber leyfisveitanda að skrá málsatvik og feril 33 málsins í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2). Leyfisveitanda ber að tilkynna [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) formlega um slík brot. Áður en tilkynning er send [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ásamt gögnum málsins skal byggingarfulltrúi gefa viðkomandi byggingarstjóra eða iðnmeistara kost á að koma að sínum sjónarmiðum og athugasemdum.
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar, t.d. á grundvelli skráninga í gagnasafn stofnunarinnar eða ytri kvartana, hvort byggingarstjóri og/eða iðnmeistari hafi vanrækt hlutverk sitt skv. reglugerð þessari.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) ber í kjölfar tilkynninga [eða skráninga]1) skv. 1. mgr. að yfirfara öll málsatvik og getur eftir atvikum áminnt viðkomandi aðila eða svipt hann starfsleyfi eða löggildingu eftir því sem við á í samræmi við ákvæði 57. gr. laga um mannvirki .
[[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) setur leiðbeiningar um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.]1)
1) Rgl. nr. 722/2017, 2. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.