Útgáfa: 1
Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 20:10
Inspectionem ehf. skoðunarstofa var stofnuð árið 2017 til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina fyrir skoðunarstofu, þ.m.t. faggilta skoðunarstofu í samræmi við Mannvirkjalög.
INSPECTIONEM EHF. er skoðunarstofa með faggildingu á þeim sviðum þar sem þess er krafist, og uppfyllir viðkomandi kröfur laga um mannvirki nr. 160/2010, laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 og laga um brunavarnir nr. 75/2000. Þessi lög gera ráð fyrir tvennskonar skoðunarstofum; með eða án faggildingar sem Einkaleyfastofa gefur út.
Til þess að geta veitt alla þá þjónustu sem tengist þessum málaflokkum gerir Inspectionem ehf. samstarfssamninga við fyrirtæki og einstaklinga sem hafa þá sérfræðiþekkingu innan málaflokksins sem ekki er til hjá Inspectionem ehf.
Gæðakerfið nær til allra þátta í starfsemi Inspectionem ehf. Haldið er utanum gæðakerfið í gagnagrunni sem er aðgengilegur á aðgangsstýrðri heimasíðu Inspectionem ehf. þar hafa allir starfsmenn aðgang að gæðaskjölum og skráningarformum í samræmi við hlutverk hvers og eins. Þeir sem eru í gæðaráði hafa einir aðgang að því að samþykkja sköl. Eingögnu gæðastjóri hefur aðgang að því að mynda ný gæðaskjöl. Almennir starfsmenn hafa lesaðgang að öllum gæðaskjölum og skráningaraðgang að eyðublöðum.