L14-1.2.4. Gæðatrygging í verkefnum

Yfirkafli: L14-1.2. Gæðatrygging

Til að tryggja gæði er útnefndur gæðastjóri fyrir hvert verkefni hjá Inspectionem ehf. Gæðastjóri verkefnisins þarf að vera óháður verkefninu að öðru leyti, en jafnframt hafa næga kunnáttu til þess að meta gæði verkefnisins. Ólíkt öðrum gæðastjórum þarf þessi gæðastjóri að leggja mat á tæknilegar hliðar verkefnisins. Úttektir gæðastjórans verða þó að mestu yfirborðskenndar, með stikkprufum á tæknilegum atriðum þar sem farið er ofan í útreikninga. Gæðastjóri verkefnis þarf því að hafa reynslu og kunnáttu til að meta niðurstöður útreikninga án þess að sannprófa þær.

Dæmigerð samsetning verkefnishóps er sýnd á eftirfarandi mynd.