6.1. Valdsvið

Yfirkafli: 6. Valdsvið og ábyrgð

Öllu starfsfólki er falið það vald sem þeir þurfa til að geta sinnt þeim störfum sem þeir bera ábyrgð á. Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu ábyrgðir sem fylgja hverju starfi og sem er nánar lýst í verklagsreglum.
Allir starfsmenn bera jafna ábyrgð og hafa jöfn völd til að benda á frávik og hugsanlegar umbætur. Einnig ber starfsmönnum að skrá frávik þannig að hægt sé að koma við úrbótum, bæði í því skyni að ráða bót á frávikum þegar þau koma upp og til að fyrirbyggja endurtekningu.
Framkvæmdastjóri rýnir stöðugt stöðu fyrirtækisins til þess að tryggja að starfsfólk, búnaður og efniviður sé tiltækur til að uppfylla þarfir viðskiptavinarins.