L14-1.4.3. Samskipti við verkkaupa

Yfirkafli: L14-1.4. Almennar leiðbeiningar

Öll formleg samskipti við verkkaupa fara fram í gegnum verkefnisstjóra. Óformleg samskipti við verkkaupa geta þó verið frá öllum í verkefnishópnum, ef verkkaupi samþykkir það.

Öll samskipti við fyrirtæki verkkaupa skulu fara fram í gegnum þann aðila sem viðskiptavinurinn hefur bent á.

Bréf og tölvupóstur eru undirrituð af verkefnisstjóra. Allur póstur sem er sendur frá Inspectionem ehf .er merktur b.t. til þess sem er viðtakandi. Öll formleg samskipti eru merkt samnings- og verkefnisnúmeri og tilvísun verkkaupa.

Flest símtöl eru óformleg samskipti. Ef formlegt samkomulag er gert í síma er þetta staðfest skriflega ef báðum aðilunum finnst það við hæfi. Eyðublað fyrir símasamskipti er í E14-5.