L14-1.4.6. Upplýsingar og skjalfesting

Yfirkafli: L14-1.4. Almennar leiðbeiningar

Allar upplýsingar og skjöl sem berast eru skráð í samræmi við L14-1.3.4 hér að framan. Tæknilegar og framkvæmdaupplýsingar og skjöl sem varða framkvæmd verkefnisins eru skráð á eyðublað sem sýnir hvaða gögn hafa borist, hvenær og hvaða útgáfu er um að ræða. Skjöl sem berast og skjöl sem eru send frá Inspectionem ehf. eru merkt:

  • Með tilvísun viðskiptavinar.
  • Verknúmeri.
  • Útgáfunúmeri og dagsetningu.

Undirgögn (útreikningar og þess háttar) sem ekki er endilega skilað í lokagögnum eru merkt á viðeigandi hátt og geymd með verkefnisgögnum í skjalasafni.

Dæmi um eyðublað fyrir skráningu á breytingum er í E14-4.