V11-1.4. Lýsing

Yfirkafli: V11-1. Skjalastýring

Skjalastýring í gæðakerfinu
Öll skjöl eru samþykkt rafrænt af framkvæmdastjóra og tæknilegum stjórnanda Inspectionem ehf. Sá sem útbýr skjalið skráir sig sem höfund við gerð skjalsins.

Sá sem útbýr eða breytir skjölum í gæðakerfinu ber ábyrgð á að tilkynna gæðastjóra um nýtt eða breytt skjal. Við breytingu skal dagsetning og útgáfunr. uppfært.

Allar breytingar hafa í för með sér að skjalið er gefið út sem nýtt.

Gæðastjóri
Gæðastjóri heldur við skjalayfirliti til að fylgjast með hvaða útgáfur eru í gildi af skjölunum (lög, reglugerðir, verklagslýsingar, leiðbeiningar og önnur skjöl); þetta er gert til að útiloka notkun ógildra skjala, sjá E11-1 Skjalayfirlit.

Dreifing
Öll skjöl í gæðakerfinu eru vistuð á heimasíðu Inspectionem ehf. og starfsmenn fá aðgang að þeim með notandanafni og lykilorði. Gæðastjóri ber ábyrgð á aðgangi aðila að skjölunum.

Skjöl
Öll skjöl eru vistuð skv. reglum Inspectionem ehf um vistun, sjá L11-1 Reglur um vistun, takmörkun vistunarkerfis og ónýtingu skjala.