8. Rýni stjórnenda og innri úttektir

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 20:00

Yfirlit

Rýni stjórnenda á því hversu vel gæðakerfið henti fyrirtækinu og hversu virkt það er fer fram a.m.k. árlega. Á þeim fundum eru skráðar fundargerðir og ábyrgðarmanni faldar þær aðgerðir sem þarf til að tryggja að gæðastjórnun Inspectionem ehf sé virk og uppfylli þær kröfur sem stjórn fyrirtækisins gerir til hennar.
Markmiðin með rýni stjórnenda eru:

  1. Að gæðakerfið sé að skila þeim árangri sem til er ætlast og að það uppfylli þarfir Inspectionem ehf., sé ávallt að tryggja að þarfir og væntingar viðskiptavinarins séu uppfylltar, sé virkt og í samræmi við þær verklagsreglur sem í gildi eru.
  2. Að finna frábrigði, veikleika eða galla í kerfinu og meta hugsanleg tækifæri til umbóta.
  3. Að rýna áhrif fyrri úrbóta og umbóta, að rýna hversu vel stjórnunarkerfið fellur að núverandi starfsemi og framtíðarsýn Inspectionem ehf.
  4. Að rýna kvartanir og ábendingar, finna orsakir þeirra og leggja til úrbætur ef þeirra er þörf.
  5. Rýna niðurstöður innri úttekta jafnt sem úttekta annarra aðila og finna vandamál ef einhver eru og hugsanlegar umbætur.
  6. Að rýna skýrslur yfir frávik og finna hugsanlegar umbætur.

Innri úttektir á gæðakerfinu eru gerðar a.m.k. árlega til að tryggja að ferillinn sem tekinn er út sé í samræmi við verklagsreglur. Úttektaráætlun fyrir öll skjöl í gæðakerfinu er sett saman a.m.k. ári áður en úttektin er framkvæmd, ef sérstakar þarfir uppgötvast getur gæðastjóri aukið tíðni úttekta.
Úttektir eru gerðar af úttektarmönnum sem hafa fengið þjálfun í framkvæmd úttekta og ekki eru ábyrgir fyrir ferlinum sem verið er að taka út hjá fyrirtækinu. Frávik sem uppgötvast eru tilkynnt þeim sem er ábyrgur og skráð, skjalfest er og ákveðin dagsetning þegar búið á að vera að bæta úr frávikinu til fulls. Niðurstöður úttekta eru kynntar fyrir þeim sem eru ábyrgir fyrir ferlum.

Tilvísanir