9. Samningsrýni

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:30

Yfirlit

Fyrirtækið veitir sérfræðiþjónustu til að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Sérfræðiþjónustan er breytileg frá einum viðskiptavini til annars og frá einum samningi til annars. Vísað er í tilboð þar sem gerð er grein fyrir um hvað er samið sem eru fylgiskjöl með hverjum samningi. Samningar eru gerðir samkvæmt staðlinum IST 35.
Þegar tilboði hefur verið tekið af viðskiptavini eða samkomulag orðið á annan hátt um að verkefni skuli unnið, er það skráð og rýnt til þess að skilningur á því um hvað hafi verið samið sé skýr og skjalfestur og breytingar frá tilboði séu skilgreindar og skjalfestar þannig að Inspectionem ehf. geti á fullnægjandi hátt uppfyllt þarfir viðskiptavinarins.
Til viðbótar upprunalega samningnum og þeirri vinnu sem í honum fólst getur viðskiptavinurinn óskað eftir breytingum eða viðbótum við verkefnið sem Inspectionem ehf. er að vinna. Við slík tilfelli er umfang viðbótarinnar skráð og samþykkt af viðskiptavininum áður en til framkvæmdar hennar kemur.

Tilvísanir