10. Hönnunarstýring

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:25

Yfirlit

Allri hönnun er stýrt til að tryggja það að niðurstaða hönnunarinnar uppfylli þær kröfur sem settar eru fram í samningi við viðskiptavininn og að allar hönnunarforsendur séu til staðar.
Hönnun er skipulögð og yfirleitt framkvæmd af sérfræðingum og rýnd og skoðuð af öðrum aðila í samræmi við handbók um gæðatryggingu í verkefnum og ef við á borin undir samþykki viðskiptavinarins.
Hönnunarforsendur og niðurstaða hönnunar eru skjalfest og ef eitthvað er óskýrt við skjalfestingu skal það upplýst og skjalfest. Allt sem skjalfest er og allir minnispunktar um hönnun eru skráðir í verkefnamöppu. Hönnunin er sannprófuð til að hönnunarniðurstöður:

  • uppfylli kröfur hönnunarfosenda
  • hafi þá eiginleika sem ráða úrslitum um það að varan gegni hlutverki sýnu á öruggan og réttan hátt
  • uppfylli þau viðmið sem samþykkt voru.

Hönnunarniðurstöður eru rýndar og staðfestar af gæðastjóra verkefnisins og eru einnig sendar viðskiptavininum til samþykktar áður en endanleg útgáfa er lögð fram. Sannprófun hönnunarinnar er fengin með rýni áður en hönnun er samþykkt. Þetta verklag er sett fram í L14-1 handbók um gæðatryggingu í verkefnum. Ef hægt er, með eftirliti eða prófunum að sannprófa hönnunina á raunhæfan hátt er það tekið fram eins snemma á hönnunarstigi og kostur er.
Allar breytingar á hönnuninni, forsendum og niðurstöðum eru háðar rýni og verklagsreglum um skjalfestingu sem settar eru fram í L14-1 handbók um gæðatryggingu í verkefnum.