Yfirkafli: V16-7. Gæðastjórnunarkerfi
Móttaka og skráning
Verkefni sem berast eru móttekin og skráð samkvæmt L14-1 Gæðatrygging í verkefnum - handbók. Öll gögn og samskipti eru vistuð í skjalavistunarkerfi.
Meðferð móttekinna gagna vegna yfirferðar hönnunargagna
Gögn eru móttekin á tölvutæku formi og varðveitt í skjalasafni Inspectionem ehf. Haldin er skrá yfir móttöku gagna, E16-8 þar sem skráð eru númer og útgáfur þeirra gagna sem afhent eru til yfirferðar.
Yfirferð gæðastjórnunarkerfis
Starfsmaður gengur úr skugga um að öll nauðsynleg gögn hafi borist og fyllir út í skoðunarhandbók sem vistuð er í skjalavistunarkerfi í samræmi við fyrirmæli Mannvirkjastofnunar.
Ef gögn vantar eða þau eru ófullnægjandi er verkkaupa tilkynnt um það og tilkynningin skráð. Ef gögn berast ekki innan þess frests sem tilgreindur hefur verið er verkinu lokið með stöðunni ófullnægjandi niðurstaða.
Unnið er eftir verklagsreglu Mannvirkjastofnunar um skoðun á gæðastjórnunarkerfum hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara og við skoðunina er notuð Skoðunarhandbók skoðunarstofu við úttekt gæðastjórnunarkerfa iðnmeistara, byggingastjóra, hönnuða og hönnunarstjóra.
Notuð eru eftirfarandi gögn
4.004 Skoðunareyðublað vegna gæðastjórnunarkerfis iðnmeistara
4.003 Skoðunareyðublað vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarstjóra
4.002 Skoðunareyðublað vegna gæðastjórnunarkerfis hönnuða og hönnunarstjóra
4.005 Athugasemdalisti vegna skoðana á gæðastjórnunarkerfum
4.008 Samantekt athugasemda skoðunarstofu
4.009 Skoðunarskýrsla
4.026 Kröfur til skoðunarstofa sem skoða gæðastjórnunarkerfi hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara
Ef gögn sýna að gæðastjórnunarkerfið uppfyllir ekki þau skilyrði sem eru sett er það tilkynnt Mannvirkjastofnun.
Ef öll skilyrði hafa verið uppfyllt lýkur skoðunarmaður yfirferð gæðastjórnunarkerfisins með fullnægjandi niðurstöðu.
Reikningur
Framkvæmdastjóri útbýr reikninga í heimabanka. Eftir að greiðsla hefur borist er kvittun útbúin og vistuð með gögnum verkefnisins.
Yfirferð gæðastjórnunarkerfis er tilkynnt til Mannvirkjastofnunar þegar greiðsla hefur borist.
Skil á niðurstöðum yfirferðar gæðastjórnunarkerfis til Mannvirkjastofnunar
Eftir að greiðsla hefur borist eru niðurstöður úr yfirferð gæðastjórnunarkerfis tilkynnt til Mannvirkjastofnunar og verkefninu lokið af hálfu Inspectionem ehf. Skráð er undir verkefninu að afhending hafi farið fram.
Ágreiningur
Komi upp ágreiningur um tæknileg atriði við túlkun skoðunarhandbókar og um tilhögun eftirlits á grundvelli hennar skal leita álits Mannvirkjastofnunar.