12. Innkaup

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:36

Yfirlit

Birgjar, hvort sem um er að ræða vörur, efni eða þjónustu eru valdir eftir mat á hæfi þeirra til að uppfylla þarfir fyrirtækisins ef annað er ekki skilgreint í samningum. Við matið er byggt á skoðun á gæðum, skuldbindingum í stefnu birgja, tímaviðmiðun og kostnaði. Lista yfir birgja sem þegar hafa verið samþykktir er viðhaldið og byggir á eftirfarandi:

  1. Reynsla af öðrum sambærilegum verkefnum með svipuðum kröfum og þörfum.
  2. Hafi vottað gæðakerfi eða sé með vottun um samræmi.
  3. Hafi verið mælt með af öðrum notendum á svipuðum forsendum
  4. Reynslupöntun og mat á hversu vel hún hafi uppfyllt kröfur.

Öll innkaup og samningar við undirverktaka eru skráð í innkaupaskjöl þar sem gerð, tegund, gæðaflokkur og magn kemur greinilega fram eftir því sem við á.
Sé birgir ekki á lista yfir samþykkta birgja er hæfi þeirra skoðað og verkefnisstjórar bera ábyrgð á að samþykkja birgja.

Tilvísanir