Útgáfa: 1
Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 20:02
Þegar frábrigði hafa verið uppgötvuð eru þau merkt þannig að tryggt sé að þau verði ekki notuð af vangá. Öll frábrigði og kvartanir viðskiptavinar eru skoðuð og meðhöndluð af verkefnisstjóra. Frábrigði eru skráð þannig að hægt sé að koma í veg fyrir endurtekningar, finna tilhneigingu til samskonar frávika og þannig koma á úrbótum.
Úrbætur eru metnar, skráðar og fylgst með árangri þeirra. Allar úrbætur eru skoðaðar til að tryggja að viðskiptavinurinn sé ánægður með úrlausnina.
Allir starfsmenn eru hvattir til að koma með tillögur að umbótum við þær aðferðir sem beitt er , aðföng, birgja og undirverktaka. Fyrirtækið viðheldur verklagsreglum til að endurskoða aðferðir til þess að hægt sé að koma auga á og meta hugsanlegar umbætur í allri starfsemi sinni.