V11-2.4. Lýsing

Yfirkafli: V11-2. Ritun verklagsreglna

Þeir sem eru ábyrgir fyrir einhverri starfsemi bera ábyrgð á að búnar séu til verklagsreglur fyrir sín ábyrgðarsvið. Hvað varðar vinnueftirlit er höfð samvinna við öryggisvörð. Þegar verklagslýsing er útbúin þarf að aðgæta að kröfum í lögum og reglugerðum sé mætt.

Verklagsreglur eru skrifaðar í kerfi á heimasíðu Inspectionem ehf.
Nafn skjalsins kemur fram efst á hverri síðu og neðst á hverri síðu kemur fram hver hefur unnið skjalið og á fyrstu síðu er reitur til samþykktar og dagsetningar skjalsins. Öll skjöl í gæðakerfinu eru dagsett og samþykkt af gæðaráði. Við samþykki gæðaráðsmeðlima lokast útgáfa skjalsins og það fær dagsetningu samþykktar. Allar tilvísanir eru linkar á viðkomandi skjöl. Við endurskoðun eða lagfæringar á skjölum er gert afrit af upphaflega skjalinu sem hægt er að vinna í þar til ný útgáfa er samþykkt.

Verklagsreglum er lýst með eftirfarandi fimm punktum:

  1. Tilgangur

    Lýsir hver ætlunin er með verklagslýsingunni.


  2. Umfang

    Lýsir ytri mörkum þess sem verklagslýsingunni er ætlað að ná til.


  3. Ábyrgð

    Lýsir hvaða starfsfólk (einungis með starfsheiti) sem á að fara eftir verklagslýsingunni í sinni vinnu.


  4. Lýsing

    Lýsir ferlinu, þeas. því mynstri sem farið er eftir þegar verkefni eða hópur verkefna eru leyst.


  5. Tilvísanir

    Hér er settur upp listi yfir verklagslýsingar, leiðbeiningar og eyðublöð innan eftirlitskerfisins sem tengjast verklagslýsingunni.