19. Meðhöndlun, geymsla, pökkun, varðveisla og afhending

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:28

Yfirlit

Öll verk fá verknúmer og allar skýrslur sem eru gefnar út fá skýrslunúmer.
Eðli efnis/ búnaðar þar sem þess er þörf er staðfest með upprunalegri merkingu framleiðanda/ birgja eða á annan hátt jafngildri merkingu. Slík merking getur verið á umbúðum eða á vörunni sjálfri og þessi merking er til staðar eins lengi og hægt er svo framarlega sem hún takmarkar ekki not vörunnar. Þar sem um er að ræða, fyrir reyndan starfsmann, augljós not efnis og neysluvöru eru ekki settar merkingar. Ef hætta er á að ruglingur verði milli tveggja eða fleiri gerða efnis eru þau merkt á viðeigandi hátt til þess að tryggja að enginn vafi leiki á um til hvaða nota þau eru.
Vörur og efni sem tekið er á móti hvort heldur um er að ræða eign fyrirtækisins eða annarra eru eins og tök eru á vernduð og gæði þeirra varðveitt þar til þau eru afhent viðskiptavini eða á annan hátt afhent þriðja aðila. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir rýrnun og skemmdir meðan vara er á lager eða við flutning, uppsetningu eða viðhald.