V14-2.4. Lýsing

Yfirkafli: V14-2. Verklagsreglur fyrir eftirlitsmenn

Skoðun undirbúin
Undirbúningur felst í að útbúa skjöl fyrir verkefið, skoða hvaða gögn eiga við í verkefninu og þau lög og reglugerðir sem gilda um skoðunina. Unnið er eftir L14-1.

Skoðun framkvæmd
Skoðun er framkvæmd eftir verklagsreglum V16-2, V16-3, V16-4, V16-5, V16-6 eða V16-7 eftir því sem við á.

Skoðunarskýrsla
Skoðunarskýrslur eru unnar eftir fyrirmælum Mannvirkjastofnunar og notuð eyðublöð E16-2, E16-3, E16-4, E16-5, E16-6 eða E16-7 eftir því sem við á.

Frágangur
Niðurstöður skoðunar eru sendar inn í gagnasöfn Mannvirkjastofnunar, slökkviliða eða á annan hátt í samræmi við ákvæði í samningum um skil á niðurstöðum. Myndir sem teknar hafa verið við skoðun eru vistaðar hjá gögnum verkefnisins í skjalasafni.