V9-1.4. Lýsing

Yfirkafli: V9-1. Sala þjónustu

Inspectionem ehf. býður þjónustu faggiltrar skoðunarstofu við:

  • Yfirferð hönnunargagna.
  • Eftirlit með framkvæmdum.
    • Áfangaúttektir.
    • Öryggisúttektir.
    • Lokaúttektir.
  • Markaðseftirlit með byggingarvörum.
  • Yfirferð gæðastjórnunarkerfa hönnuða og iðnmeistara.
  • Eftirlit með rafmagnsöryggi.
    • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
    • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
    • Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka.
    • Að skoða rafföng á markaði.

Inspectionem ehf. býður þjónustu skoðunarstofu við:
  • Eldvarnaeftirlit

Fyrirspurnir, sala á þjónustu
Þegar leitað er eftir verkefnum hjá væntanlegum viðskiptavinum er þess gætt að allar kynningar á Inspectionem ehf. séu miðaðar við getu fyrirtækisins til að taka að sér verkefni og að upplýsingar um þjónustu og hæfni séu í samræmi við það sem fram kemur í gæðakerfi fyrirtækisins.

Innkomnar fyrirspurnir
Fyrirspurnum varðandi verkefni er svarað eins fljótt og kostur er. Leitað er eftir upplýsingum sem leiða í ljós hvort Inspectionem ehf. hefur þá hæfni sem þarf til að leysa viðkomandi verkefni eða geti gert samninga við verktaka sem hafa þá hæfni um að taka þátt í verkefninu. Athugað er hvort verkbirgðastaða leyfir að Inspectionem taki að sér viðkomandi verkefni.
Væntanlegum viðskiptavinum er boðið að gert sé tilboð í verkefni.

Kynningar
Kynningar á Inspectionem ehf. fyrir væntanlegum viðskiptavinum eru misjafnar eftir eðli þeirra verkefna sem um er að ræða sölu á þjónustu á. Sameiginlegt í öllum kynningum á Inspectionem ehf er að:

  • Allt kynningarefni er unnið á staðlað útlitsform þ.m.t. glærur, tölvupóstar, bréf og skýrslur.
  • Allt kynningarefni er dagsett og á því kemur fram í hvaða tilgangi efnið er unnið.

Gerð tilboða
Við gerð tilboða er verkum skipt í verkþætti og áætluð tímanotkun hvers verkþáttar.
Verkþættir eru misjafnir eftir eðli verka. Sameiginlegir verkþættir í öllum verkum eru:

  • Undirbúningur skoðunar.
  • Eftirlit í samræmi við skoðunarskýrslu Mannvirkjastofnunar.
  • Frágangur og lokaskýrsla.

Samningur
Gerður er samningur um öll verkefni sem Inspectionem ehf. tekur að sér. Samningar geta verið misjafnlega formlegir, í mjög litlum verkum getur staðfesting verkkaupa í tölvupósti verið nægjanleg. Um öll stærri verkefni er gerður samningur sem tekur mið af ÍST 35 og E9-1 Eyðublað fyrir samninga notað til þess.

Eftirfylgni
Öllum innkomnum fyrirspurnum og kynningum er fylgt eftir með símtali eða tölvupósti.