21. Þjálfun

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:52

Yfirlit

Stefna Inspectionem ehf. er að tryggja að allt starfsfólk hafi fengið þá þjálfun og hafi þá kunnáttu sem þarf til að sinna þeim verkefnum sem því er falið á fullnægjandi hátt. Fyrirtækið ræður starfsfólk sem hefur þá menntun, reynslu og færni sem þarf til að takast á við þau verk sem falla undir starfsemi fyrirtækisins.
Allir starfsmenn bera jafna ábyrgð á að koma með ábendingar um þjálfunarþörf annarra og að starfsmaður sem falið er að vinna ákveðið verk hafi fengið næga þjálfun og hafi þá færni sem til þarf til að takast á við verkefnið. Þegar þjálfunarþörf hefur verið skilgreind er það ábyrgð framkvæmdastjóra að þjálfun sé veitt.
Árlega er gerð þjálfunaráætlun fyrir alla starfsmenn. Öll þjálfun starfsmanna er skráð.

Tilvísanir