V8-2.3. Ábyrgð

Yfirkafli: V8-2. Rýni stjórnenda

  • Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að rýni stjórnenda á tilgreindum þáttum fari reglulega fram og ber ábyrgð á að starfsreglum um rýni sé framfylgt og niðurstöður séu skjalfestar.
  • Framkvæmdastjóri velur rýnihóp, sem rýnir gæðakerfið. Framkvæmdastjóri og rýnihópur undirbúa rýni, dreifa upplýsingum um rýnina og kynna hana fyrir þátttakendum. Þeir bera einnig ábyrgð á framkvæmd úrbóta sem ákveðnar eru við rýni stjórnenda.
  • Framkvæmdastjóri dregur niðurstöður rýni saman og ber ábyrgð á því að úrbætur sem ákveðnar eru í rýni séu framkvæmdar.
  • Rýnihópur rýnir gæðakerfið.