Yfirkafli: V8-2. Rýni stjórnenda
Rýni undirbúin
Framkvæmdastjóri hefur frumkvæði að rýni stjórnenda sem fer fram a.m.k. einu sinni á ári í tengslum við endurskoðun á markmiðum fyrirtækisins í gæðamálum. Hann ákveður hverjir taka þátt í rýninni hverju sinni.
Framkvæmdastjóri sér um undirbúning rýninnar hverju sinni. Hann sér um að nauðsynlegt efni sé tekið til, þ.m.t. niðurstöður innri úttekta og skýrslur um úrbótaverkefni, kvartanir og frábrigði. Framkvæmdastjóri safnar saman upplýsingum um árangur sem náðst hefur í gæðamálum þannig að hægt sé að bera hann saman við markmið. Framkvæmdastjóri útbýr gátlista fyrir rýnina sem ásamt öðrum gögnum er dreift til rýnenda áður en rýnin er framkvæmd.
Rýni framkvæmd
Rýnihópur framkvæmir rýni stjórnenda undir stjórn framkvæmdastjóra. Við rýni á gæðakerfinu er farið yfir gátlista og önnur gögn sem framkvæmdastjóri hefur látið taka saman fyrir rýnina. Metið er hvort gæðakerfið sé skilvirkt og hvort árangur sem náðst hefur er í samræmi við gæðastefnu og markmið. Þátttakendur rýninnar koma með tillögur til úrbóta eftir því sem við á.
Rýnin er skjalfest ásamt athugasemdum þar að lútandi. Þær taka m.a. til lýsingar viðfangsefnis, markmiða rýninnar, aðgerðalista, lista yfir málefni og tilmæli og málefni sem bíða frekari umfjöllunar.
Rýni frágengin
Framkvæmdastjóri undirbýr, í samráði við umsjónarmann gæðakerfis úrbætur og/eða úrbótaverkefni til samræmis við niðurstöður rýni í samráði við þá sem stóðu að rýninni með honum og sér til þess að þær séu framkvæmdar. Aðgerðalisti er lagður fyrir úttektarmenn innri úttekta svo þeir geti fylgt aðgerðum eftir í úttektum.
Framkvæmdastjóri og stjórnendur sjá til þess að úrbæturnar séu framkvæmdar
Niðurstöður rýninnar eru varðveittar í skjalavistunarkerfi fyrirtækisins ásamt efninu, sem lagt var fram.