2. Stefna og markmið

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:34

Yfirlit

Gæðastefna Inspectionem ehf. er að stuðla að sjálfbærum, hagkvæmum vexti fyrirtækisins með því að veita þjónustu af fullnægjandi gæðum og í samræmi við þarfir viðskiptavina þannig að ekki leiki vafi á að niðurstöður séu áreiðanlegar, réttar og óhlutdrægar og að þær nýtist viðskiptavininum sem best.
Þessum gæðum er náð með því að framfylgja verklagsreglum og gæðatryggingarhandbók sem skilar þeirri þekkingu og reynslu sem til er í fyrirtækinu til viðskiptavina þess, hugsanlegra viðskiptavina og óháðra úttektaraðila.
Allir starfsmenn Inspectionem ehf. starfa innan ramma gæðastefnu fyrirtækisins og eru hver og einn ábyrgur fyrir gæðum eigin vinnu og þar með bættu starfsumhverfi alls fyrirtækisins. Stefnan er sett fram og útskýrð fyrir sérhverjum starfsmanni af framkvæmdastjóra eða gæðastjóra.
Til að tryggja og viðhalda skuldbindingu fyrirtækisins við gæðastefnuna er framkvæmdastjóri ábyrgur fyrir gæðakerfinu en dagleg umsýsla þess er í höndum gæðastjóra.
Markmið gæðakerfisins eru:

  1. Að viðhalda virku gæðakerfi sem tekur mið af 8. kafla staðalsins ÍST EN ISO 17020.

  2. Að ná og viðhalda þeim gæðum á þjónustu fyrirtækisins að hróður þess aukist meðal viðskiptavina.

  3. Að tryggja að farið sé að lögum og reglum í fyrirtækinu.

  4. Að hafa ávallt í fyrirrúmi ánægju viðskiptavinanna með þá þjónustu sem Inspectionem ehf. veitir.

Elísabet Pálmadóttir
Reykjavík, október 2017