V18-1.4. Lýsing

Yfirkafli: V18-1. Fráviksmeðhöndlun, úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir

Skilgreiningar:

  • Frávik

    skortur á að skilgreindar kröfur séu uppfylltar. Í raun þýðir þetta brot á ákvæðum í lögum, reglugerðum eða eigin kröfum.

  • Fráviksmeðhöndlun

    Tafarlausar aðgerðir til að tryggja samræmi við lagakröfur eða kröfur gæðakerfisins.

  • Úrbætur

    Að finna og fjarlægja ástæðu fráviksins.

  • Fyrirbyggjandi aðgerðir

    Aðgerðir til að afstýra frávikum í framtíðinni.

  1. Sá sem uppgötvar frávik eða mögulegt frávik skal tafarlaust framkvæma þær aðgerðir sem hann/hún telur nauðsynlegar til að takmarka skaða og útbreiðslu atburðarins/fráviksins.
  2. Tafarlaust eftir að liður I hefur verið framkvæmdur, skal sá sem uppgötvar frávikið fylla út reit 1 í fráviksskýrslu (E18-2). NB: Einungis eitt frávik skal skráð á hvert eyðublað. Frumritið er sent til gæðastjóra.
  3. Verkefnastjóri skal ákveða leiðréttingaraðgerðir ef einhverra er þörf og fyrirbyggjandi aðgerðir sem eru í samræmi við alvarleika atviksins og fylla út reit 2 á fráviksskýrslu (E18-2). Við leiðréttingaraðgerðir skal orsök fráviksins upplýst og aðgerðir til að fjarlægja orsökina ákveðnar.
    Við fyrirbyggjandi aðgerðir skulu öll tiltæk ráð notuð til að finna, greina og eyða mögulegum orsökum fráviksins. T.d. með því að búnar séu til verklagsreglur og eða leiðbeiningar sem geti afstýrt atvikinu í framtíðinni.
    Ef atvikið heyrir undir lög um vinnueftirlit skal öryggisvörður Inspectionem ehf. hafður með í ráðum. Ef atvikið heyrir undir önnur lög (t.d. brunavarnir eða rafmagnsmál) skulu hæfir aðilar á því sviði hafðir með í ráðum. Öryggisvörður tekur ákvörðun um hvort atvikið sé þess eðlis að framkvæmdastjóri þurfi að fyrirskipa tafarlausar úrbætur eða fyrirbyggjandi aðgerðir.
  4. Gæðastjóri ber ábyrgð á að fylgja því eftir hvort úrbætur hafi verið framkvæmdar og hvort þær eru fullnægjandi. Hann fyllir út reit 3 í fráviksskýrslu (E18-2) og tilkynnir framkvæmdastjóra Inspectionem ehf. og þeim sem tilkynnti um frávikið hvaða úrlausn hefur verið fundin. Ef um vinnuslys eða næstum óhapp er að ræða er það tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Hann númerar einnig frávikið og færir það á eyðublaðið Fráviksskráning (E18-3).
  5. Gæðastjóri skal minnst árlega, (fyrir 1. september) yfirfara fráviksskýrslurnar með framkvæmdastjóra til þess að tryggja að gæðakerfið sé virkt og mæti kröfum yfirvalda og Inspectionem ehf. Minnispunktum frá slíkum yfirferðum skal haldið til haga.