V21-2.4. Lýsing

Yfirkafli: V21-2. Þjálfunaráætlun

Upplýsingum um námskeið og þjálfun er safnað í þjálfunarskrá.

  1. Bæklingar og aðrar upplýsingar um þjálfun
  2. Upplýsingar frá stjórnvöldum sem hægt er að nota við innanhússþjálfun
  3. L21-1 Yfirlit yfir námskeið og þjálfun.

Grunnþjálfun
Til að uppfylla lágmarkskröfur um kunnáttu þurfa allir starfsmenn að hafa fengið þjálfun til þess hlutverks sem þeir sinna í samræmi við kröfur til skoðunarmanna samkvæmt Mannvirkjalögum, Brunamálalögum og Rafmagnsöryggislögum.

Nýir starfsmenn og sumarfólk
Nýir starfsmenn og sumarfólk þarfnast upplýsinga um hvernig hlutum er háttað hjá Inspectionem ehf. (formlega).

Starfsfólki er sýnt og fær aðgang að verklagslýsingum á heimasíðu Inspectionem ehf. og yfirlit yfir hvar gildandi reglugerðir er að finna ásamt upplýsingum um hvaða gæðakröfur eru gildandi.

Sjálfa vinnuþálfunina fær starfsfólk við að fylgjast með vinnu reyndara starfsfólks í ákveðinni tíma (mismunandi eftir eðli starfsins).

Endurmenntun
Val á námskeiðum sem starfsfólk sækir skal byggjast á:

  • Sérstökum þörfum.
  • Námskeiðum í boði á vegum Mannvirkjastofnunar, VFÍ, Brunatæknifélagsins o.s.frv.
  • Boðum um þátttöku á námskeiðum,ráðstefnur o.þ.h.

Framkvæmdastjóri hefur yfirlit yfir hvaða námskeið, ráðstefnur o.þ.h. eru í boði og metur þarfir á endurmenntun starfsmanna sinna.

Starfsfólk sem tekið hefur þátt í námskeiði eða ráðstefnum miðlar eftir þörfum af sinni þekkingu til annarra starfsmanna.

Skrá yfir námskeið og þjálfun er haldin á eyðublaði L21-1 Yfirlit yfir námskeið og þjálfun.