4. Gæðakerfi

Útgáfa: 1

Staðfest af gæðaráði þann 15. 11 2017 19:46

Yfirlit

Gæðakerfið nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þróað með hliðsjón af kröfum 8. kafla ÍST EN ISO 17020. Allir starfsmenn hafa aðgang að skjölum gæðakerfisins og unnið er eftir viðeigandi verklagsreglum hverju sinni. Gæðakerfið er skráð og skjalfest í 3 hlutum:
1 hluti : Gæðahandbók
Þetta skjal segir frá gæðastefnu fyrirtækisins og hvernig gæðakerfið er uppbyggt og vísar í viðeigandi verklagsreglur.
2 hluti : Verklagsreglur
Þessi skjöl lýsa því verklagi og eftirliti sem notað er við öll verk sem snúa að tryggingu gæða á þjónustu Inspectionem ehf.
Tæmandi listi yfir skjöl í gæðakerfinu er gefinn í efnisyfirliti Gæðahandbókar.
3 hluti : Gæðatrygging verkefna og tilboða
Þjónusta fyrirtækisins byggist á því að viðskiptavinurinn sé ánægður með þá ráðgjöf sem hann fær og að hún sé veitt á þann hátt sem best tryggi rekjanleika ákvarðanatöku og að gæði séu í samræmi við skjalfest gæðakerfi. Þarfir viðskiptavinarins eru skilgreindar og skráðar við tilboðsgerð. Þessar þarfir eru kynntar og ræddar við viðskiptavininn og honum gefinn kostur á að koma með athugasemdir við skýrslur. Skjalfestu ferli er fylgt til þess að tryggt sé að við vinnu verkefnisins sé tekið tillit til allra þeirra þarfa sem skilgreint var við tilboðsgerðina að ætti að uppfylla.
Gæðastefnan er kynnt öllum starfsmönnum við upphaf starfs og yfirfarin á árlegum fundi með starfsmönnum, haldin er fundargerð frá þeim fundum. Reglulega er farið yfir og metið hvaða breytingar hafa orðið á starfsumhverfi Inspectionem ehf, breytingar á löggjöf sem varðar starfssvið og starfsemi Inspectionem ehf er vaktað og viðeigandi ráðstafanir gerðar vegna slíkra breytinga.

Tilvísanir