V14-1.4. Lýsing

Yfirkafli: V14-1. Gæðatrygging í verkefnum

Gæðatryggingu er skipt í eftirfarandi þætti:

Eigið eftirlit (framkvæmt af hverjum starfsmanni)

  • Ábyrgur starfsmaður er útnefndur fyrir hvern verkþátt. Hann framkvæmir eða stýrir vinnunni sem tengist verkþættinum og er ábyrgur fyrir eigin eftirliti verkþáttarins.

Verkefniseftirlit (framkvæmt af verkefnisstjóra)
  • Einn starfsmaður fer með ábyrgð á gæðum hvers verkþáttar um sig. Sá sem fer með þessa ábyrgð sér um gæðaeftirlit í verkefninu.

Gæðatrygging (framkvæmt af gæðastjóra eða útnefndum gæðastjóra fyrir verkefnið)
  • Fyrir verkefnið í heild er einnig útnefndur gæðastjóri. Hann framkvæmir óháð eftirlit með verkefninu sem heild.

Gæðaeftirlit og trygging gæða mun ávallt vera hluti af verkefnum. Sérstök áhersla mun þó verða sett á þessi mál við vörður verkefnisins. Mikilvægustu þættir gæðaeftirlitsins í tengslum við vörðurnar eru:

  • Við undirritun samnings mun verkefnisstjóri halda fund með öllum þeim sem að verkefninu koma um hlutverk þeirra og ábyrgð í verkefninu. Verkefnisstjóri mun einnig útbúa skrá yfir öll gögn sem viðskiptavinurinn afhendir Inspectionem ehf í tengslum við verkefnið. Skjölin verða yfirfarin og því miðlað til viðskiptavinarins ef ósamræmi er í þeim eða ef gögn vantar.

  • Þegar uþb. 20 % af vinnunni hefur verið lokið, mun gæðastjóri yfirfara lýsingu verkþátta, gögn, aðferðir og áætlaða framkvæmd og skýrsluskrif. Þessi yfirferð mun finna frávik frá lýsingu á verkefninu og etv. frávik frá verklagsreglum verkefnisins.

  • Þegar 70 % af vinnunni hefur verið lokið mun gæðastjóri yfirfara það sem lokið er og skýrsluskrif.

  • Þegar vinnunni er lokið mun gæðastjóri yfirfara vinnuna. Þetta verður gert áður en niðurstöður eru afhentar viðskiptavininum.

  • Sé verkefnið þess eðlis að viðskiptavinurinn hafi möguleika á að gera athugasemdir eru fyrstu niðurstöður afhentar sem drög. Með útgangspunkt í athugasemdum frá viðskiptavininum munu drögin að niðurstöðu uppfærð og gefin út aftur sem endanleg útgáfa.Í slíkum tilfellum mun gæðastjóri yfirfara gögnin til að tryggja að athugasemdir viðskiptavinarins hafi verið teknar til greina.