L14-1.2.1. Gæðatrygging - hugmyndafræði

Yfirkafli: L14-1.2. Gæðatrygging

Eðli þeirrar vinnu sem er framkvæmd hjá Inspectionem ehf. er þannig að skilgreining gæða í vinnu Inspectionem ehf. krefst tveggja þátta til viðbótar við hina hefðbundnu skilgreiningu í kafla L14-1.1.2. Þessir tveir þættir eru:

  • Skipuleg, skráð vinnubrögð sem tryggja að hægt sé að komast að sömu niðurstöðu við ákvarðanatöku og útreikninga við endurtekningu.
  • Notkun réttra reikniaðferða, traustar og raunhæfar ákvarðanir, meðhöndlun miðuð við þau lög, reglugerðir, staðla og viðurkennd vinnubrögð sem við eiga.

Ástæðan fyrir viðbótunum er að tilgreindar þarfir eru oft óljósar eða erfitt að finna hverjar þarfir viðskiptavinarins eru.

Trygging gæða í verkefnisvinnu Inspectionem ehf. hvílir að miklu leyti á sérhverjum starfsmanni. Færni, kunnátta, hæfni og natni hvers og eins er nauðsynleg til þess að tryggja gæði þeirra verkþátta sem viðkomandi sér um. Óháð endurskoðun á verkþáttum mun alltaf verða einungis að hluta til áhrifarík nema um endurvinnu verkþáttarins væri að ræða. Ákveðnar stjórnunarlegar kröfur eru þó gerðar til þess að skjalfesta framkvæmd hvers verkþáttar.