L14-1.2.2. Túlkun gæða

Yfirkafli: L14-1.2. Gæðatrygging

Eins og bent er á hér að ofan er þörf á túlkun gæða þar sem ekki er ávallt hægt að skilgreina gæði niðurstaðna af vinnu Inspectionem ehf. út frá gæðahugtakinu sem ISO 9001 felur í sér. Ef ofangreindar skilgreiningar eru notaðar við framkvæmd verkefna ættu gæði verkefnisins að vera tryggð og sjá verkaupa fyrir verðmætum og nothæfum upplýsingum.

“Gæði” tengd verkefnum Inspectionem ehf. eru þess vegna skilgreind sem “ferli sem framkvæmt er samkvæmt skilgreindum þörfum við að útbúa niðurstöður verkefnisins”. Á sama hátt verður skilgreiningin sem varðar eðli niðurstaðna, að “eðli ferlisins sem er notaður við að komast að niðurstöðunum”.

“Gæði” tengd verkefnum sem Inspectionem ehf. framkvæmir innihalda því þætti eins og:

  • notkun alþjóðlega viðurkenndra staðla og raunhæfrar aðlögunar að þeim við alla verkefnisvinnu

  • notkun framkvæmanlegrar og raunhæfrar hönnunar eða aðlögunar sem miðast við aðstæður í því verkefni sem um ræðir

  • kunnátta og hæfni starfsmanna sé í samræmi við þarfir verkefnisins.