L14-1.2.3. Gæðatrygging í fyrirtækinu

Yfirkafli: L14-1.2. Gæðatrygging

Inspectionem ehf. hefur gæðatryggingu sem stoðdeild heyrandi beint undir framkvæmdastjóra. Skipurit Inspectionem ehf. er sýnt hér fyrir neðan.

Skyldur gæðastjóra eru að:


  • Tryggja af hálfu stjórnenda að gæðatryggingarkerfið sé ávallt skilgreint samkvæmt lögum, reglugerðum og þörfum, að kerfið sé virkt, skilgreint og að hæfileg endurnýjun og þróun kerfisins eigi sér stað.

  • Framkvæma eftirfarandi:
    1. Vita af áætluðum breytingum á kröfum til gæðatryggingarkerfisins eða breytingum sem eru í framkvæmd, hjá yfirvöldum eða viðskiptavinum, ásamt því að eiga frumkvæði að þróun kerfisins þegar þess er þörf.
    2. Sjá til þess að trygging gæða í verkefnum sé framkvæmd í öllum verkefnum og að verklagslýsing fyrir gæðatryggingu sé útbúin, rýni sé framkvæmd og tilkynna stjórnendum ef veruleg frávik eru í framkvæmd gæðatryggingarinnar.