6.10. KAFLI. Hótel, gististaðir, heimavistir, stúdentagarðar, hjúkrunarheimili o.þ.h.

Aftur í: 6. HLUTI. AÐKOMA, UMFERÐARLEIÐIR OG INNRI RÝMI MANNVIRKJA

6.10.1. gr .Almennt

Ákvæði 6.10. kafla gilda fyrir húsnæði þar sem rekin er gististarfsemi, svo sem hótel, gistiheimili, gistiskála og hvers kyns dvalarheimili og heimavistir, þ.m.t. stúdentagarða, hjúkrunarheimili, hvíldar- og hressingarheimili, dvalarheimili og sjúkrahús .
Stærð og fjöldi lyfta skal taka mið af starfseminni, en þó ávallt uppfylla lágmarkskröfur þessarar reglugerðar um lyftur .
[]3)
Gistiherbergi og baðherbergi þeirra sem ætluð eru hreyfihömluðum skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:
a. [Hindrunarlaus umferðarbreidd allra dyra að íbúðar- og baðherbergjum skal minnst vera 0,80 m að breidd og 2,00 m að hæð.]3).[]1)
b. [Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða.]1)
c. Baðherbergishurð skal opnast út eða vera rennihurð .
d. Innan bæði herbergis og baðherbergis skal vera hindrunarlaust athafnarými, a.m.k. 1,50 m að þvermáli [eða 1,30 m x 1,80 m]3).
e. Baðaðstaða skal vera þrepa- og þröskuldalaus .
f. [Í gistiherbergjum sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skal þannig gengið frá aðkomu að svölum að þröskuldur/kantur sé eigi hærri en 25 mm. [Hindrunarlaus umferðarbreidd allra svala- og garð­dyra skal minnst vera 0,80 m og 2,00 m að hæð.]3)]2)
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 36. gr.
2) Rgl. nr. 350/2013, 34. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr. 3) Rgl. nr. 977/2020, 22. gr.

6.10.2. gr .Sjúkrahús og hjúkrunar-, dvalar-, hvíldar- og hressingarheimili

Gangar á sjúkrahúsum og hjúkrunar-, dvalar-, hvíldar- og hressingarheimilum skulu vera a.m.k. 2,40 m á breidd. Einnig er heimilt að breidd ganga sé 2,0 m enda sé gangur breikkaður við hverjar dyr í 2,40 m .
Lengd breikkunar skal vera nægjanleg fyrir eitt sjúkrarúm .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.10.3. gr .[Hótel, gistiheimili og gistiskálar

[Öll gistiherbergi hótela, gistiheimila og gistiskála skulu vera með glugga á útvegg .
Eitt af hverjum tíu gistiherbergjum hótela, gistiheimila og gistiskála skal innréttað fyrir hreyfihamlaða þó aldrei færri en eitt. Önnur gistiherbergi eru þá undanþegin kröfu um algilda hönnun]1) .
1) Rgl. nr. 280/2014, 24. gr .

6.10.4. gr .Íbúðir og heimavistir fyrir námsmenn (stúdentagarðar)

[Innan stúdentagarða skal ein af hverjum tuttugu íbúðum og eitt af hverjum tuttugu herbergjum á heimavistum vera innréttanleg fyrir þarfir hreyfihamlaðra, þó aldrei færri en ein/eitt. Í þeim húsum þar sem ein eða fleiri íbúðir eða herbergi uppfylla ekki kröfur um baðherbergi fyrir hreyfihamlaða skal vera í hverju stigahúsi í sameign ein snyrting fyrir hreyfihamlaða með aðgengi beggja vegna salernis. Að öðru leyti skulu íbúðir fyrir námsmenn uppfylla kröfur reglugerðar þessarar um íbúðir .
Einstaklingsherbergi námsmanna á heimavistum gegnir hlutverki stofu, vinnu- og svefnaðstöðu. Það skal vera með baðherbergi. Því skal fylgja hæfilegt geymslurými í sameign, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjólageymsla. Jafnframt skal vera sameiginlegt eldhús og mataraðstaða fyrir að hámarki tólf herbergi, nema gert sé ráð fyrir sameiginlegu mötuneyti.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 280/2014, 25. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.