6.10.1. gr .Almennt

Aftur í: 6.10. KAFLI. Hótel, gististaðir, heimavistir, stúdentagarðar, hjúkrunarheimili o.þ.h.

Ákvæði 6.10. kafla gilda fyrir húsnæði þar sem rekin er gististarfsemi, svo sem hótel, gistiheimili, gistiskála og hvers kyns dvalarheimili og heimavistir, þ.m.t. stúdentagarða, hjúkrunarheimili, hvíldar- og hressingarheimili, dvalarheimili og sjúkrahús .
Stærð og fjöldi lyfta skal taka mið af starfseminni, en þó ávallt uppfylla lágmarkskröfur þessarar reglugerðar um lyftur .
Um stærð svala gilda ákvæði 6.7.14. gr. eftir því sem við á .
Gistiherbergi og baðherbergi þeirra sem ætluð eru hreyfihömluðum skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:
a. [Hurðarblað dyra að íbúðarherbergi og baðherbergi skal minnst vera 0,90 m að breidd og minnst 2,10 m að hæð.]1)
b. [Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða.]1)
c. Baðherbergishurð skal opnast út eða vera rennihurð .
d. Innan bæði herbergis og baðherbergis skal vera hindrunarlaust athafnarými, a.m.k. 1,50 m að þvermáli .
e. Baðaðstaða skal vera þrepa- og þröskuldalaus .
f. [Í gistiherbergjum sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skal þannig gengið frá aðkomu að svölum að þröskuldur/kantur sé eigi hærri en 25 mm. Breidd hurðarblaða svaladyra skal minnst vera 0,90 m og hæð minnst 2,10 m enda sé hindrunarlaust umferðarmál a.m.k. 0,83 m.]2) Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 36. gr .2) Rgl. nr. 350/2013, 34. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018 og í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018.