6.11. KAFLI. Aðrar byggingar

Aftur í: 6. HLUTI. AÐKOMA, UMFERÐARLEIÐIR OG INNRI RÝMI MANNVIRKJA

6.11.1. . gr .[Frístundahús .

Almennar hollustuháttakröfur íbúða gilda um frístundahús. Rýmiskröfur íbúða gilda ekki um frístundahús .
Um öflun vatns, hreinlæti og rotþrær við frístundahús fer eftir ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur. Hreinlætisaðstaða skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun, að lágmarki fullbúin snyrting ásamt baðaðstöðu .
Frístundahús skulu einangruð skv. ákvæðum 13. hluta þessarar reglugerðar .
Þar sem frístundahús eru til útleigu í atvinnuskyni eða á vegum félagasamtaka, s.s. stéttarfélaga, skal að minnsta kosti eitt frístundahús af hverjum [tíu]2) sem eru í eigu sama aðila, þó aldrei færri en eitt, vera hannað á grundvelli algildrar hönnunar .
Frístundahús sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skulu að lágmarki uppfylla eftirfarandi kröfur:
a. Aðkomuleiðir skulu uppfylla ákvæði 6.2. kafla .
b. [Hindrunarlaust umferðarmál allra dyra skal vera minnst 0,80 m breitt og hæð minnst 2,00 m.]2) c. Þröskuldar skulu ekki vera hærri en 25 mm .
d. Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða .
e. Baðherbergishurð skal opnast út eða vera rennihurð .
f. [Í einu herbergi, stofu, baðherbergi og í eldhúsi skal vera hindrunarlaust athafnarými, a.m.k. 1,50 m að þvermáli [eða 1,30 m x 1,80 m]3).]2) g. Staðsetning búnaðar og tækja í baðherbergjum skal vera skv. leiðbeiningum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3).
h. Baðaðstaða skal vera þrepa- og þröskuldalaus .
i. Umferðarleiðir skulu henta hreyfihömluðum .
[Húsnæðis- og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]4)]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1)
1) Rgl. nr. 350/2013, 37. gr.
2) Rgl. nr. 280/2014, 26. gr .
3) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr. 3) Rgl. nr. 977/2020, 23. gr
4) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.11.2. .gr .Sæluhús, veiðihús, fjallaskálar o.fl.

Sæluhús, fjallaskála, veiðihús, skíðaskála, leitarmannahús og björgunarskýli skal hanna þannig að byggingarnar falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað .
Um öflun vatns og rotþrær gilda ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur .
Hreinlætisaðstaða að öðru leyti skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun .
Byggingar sem taldar eru upp í 1. mgr. skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar í samræmi við áformaða notkun. Þær byggingar þar sem seld er gisting og/eða þar sem veitingasala fer fram skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar til veitingastaða, hótela og gististaða eftir því sem við á .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.11.3. gr .Landbúnaðarbyggingar

Um öflun vatns, hreinlæti og rotþrær hvað varðar landbúnaðarbyggingar gilda kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur. Aðbúnaður búfjár skal vera í samræmi við gildandi reglugerðir þar að lútandi .

6.11.4. gr .Birgðageymslur vegna hættulegra efna

Ákvæði þessarar greinar gilda um birgðageymslur fyrir eld- og sprengifim efni, eldnærandi efni, eiturefni og efni sem geta valdið mengun í umhverfinu. Slíkar byggingar skal hanna þannig að tryggt sé fullt öryggi fólks, umhverfis og eigna .
Leyfisveitandi skal ávallt leita umsagnar eldvarnareftirlits viðkomandi sveitarfélags og heilbrigðisnefndar um byggingu olíu- og bensínstöðva og birgðastöðva fyrir eldsneyti .
Birgðageymslur fyrir gas, sprengiefni, olíu, bensín o.þ.h. vörur eru ávallt háðar samþykki eldvarnareftirlits viðkomandi sveitarfélags, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins sbr. reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna og Siglingastofnunar, sbr. reglur um varnir gegn olíumengun sjávar við olíubirgðastöðvar og reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi .

6.11.5. gr .[Bílgeymslur

Bílgeymslur skal loftræsa á fullnægjandi hátt þannig að allar hættulegar og sprengifimar lofttegundir séu fjarlægðar og tryggt sé með fullnægjandi hætti að hættulegar lofttegundir safnist ekki fyrir. Sérstök aðgát skal höfð við hönnun og frágang loftræsingar í bílgeymslum þegar gólf er niðurgrafið. Kerfið skal hannað í samræmi við kröfur og staðla sem gilda um slík kerfi .
Í bílgeymslum í notkunarflokki 1 eða 2 skal vera sjálfstætt loftræsikerfi sem skal geta fjarlægt sprengifimar og hættulegar lofttegundir úr geymslunni. Loftræsikerfið skal vera sjálfvirkt, tryggja fullnægjandi loftgæði og að ekki skapist sprengihætta eða hætta fyrir fólk. Sleppa má slíku kerfi í bílgeymslum minni en 600 m² með gólf yfir jörð, ef á gagnstæðum hliðum hennar eru loftræsiop jafndreifð við gólf og loft, samanlagt minnst 0,5% af gólffleti bílgeymslunnar .
Gólf bílgeymslna skulu vera vatnsþétt með halla að niðurföllum sem staðsett eru með hæfilegu millibili þannig að vatn liggi ekki á gólffletinum. Veggir, gólf og loft skulu gerð úr efnum sem þola það álag vegna bruna og raka sem gera má ráð fyrir að verði í bílgeymslunni .
Ekki má nota sameiginlega bílgeymslu til annars en geymslu á ökutækjum og því sem þeim fylgir .
Bílgeymslur og umferðarleiðir að og frá þeim skulu hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar þegar bygging sem hún tilheyrir fellur undir ákvæði um algilda hönnun .
[Í nýbyggingum og við endurbyggingu skal gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.]2)
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun] skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1)
1) Rgl. nr. 350/2013, 38. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr. 2) Rgl. nr. 977/2020 24. gr.

6.11.6. gr .Sérstök mannvirki

Sérstök mannvirki, s.s. fjarskiptamöstur, brýr, virkjanir o.þ.h., skal hanna þannig að byggingarnar falli sem best að umhverfi sínu nema skipulagsskilmálar kveði á um annað .
Kröfur til öryggis og hollustuhátta og allar viðeigandi kröfur reglugerðar þessarar skulu uppfylltar .
Fyrir sérstök mannvirki og aðkomu að þeim skulu kröfur um algilda hönnun uppfylltar eftir því sem við á .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.11.7. gr .Þjónustukjarnar

gr .Þjónustukjarnar .
Ákvæði þessarar greinar gildir um byggingar og önnur mannvirki þjónustumiðstöðva, s.s. á fjölsóttum ferðamannastöðum og við þjóðvegi. Slíkar byggingar og mannvirki skal hanna þannig að þau falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað .
Byggingar, skýli, upplýsingatöflur, áningarstaði og aðkomu að þeim skal hanna á grundvelli algildrar hönnunar eftir því sem landfræðilegar aðstæður leyfa .
Um öflun vatns og rotþrær gilda kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur .
Hreinlætisaðstaða að öðru leyti skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun .
Byggingar skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar í samræmi við áformaða notkun .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.11.8. gr .Starfsmannabúðir

Starfsmannabúðir, sem ætlað er að standa til bráðabrigða í 4 mánuði eða lengur, skulu hannaðar þannig að byggingarnar falli sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl. nema skipulagsskilmálar kveði á um annað. Starfsmannabúðir skulu uppfylla kröfur Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðiseftirlits .
Um öflun vatns og rotþrær gilda ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur .
Hreinlætisaðstaða að öðru leyti skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun .
Meta skal þörf fyrir herbergi sem henta hreyfihömluðum í samræmi við fyrirhugaða notkun starfsmannabúðanna, stærð þeirra og hversu lengi þeim er ætlað að standa. Ef gert er ráð fyrir herbergi sem henta hreyfihömluðum skulu gangar hafa lágmarksbreidd 1,1 m enda sé tryggt að svæði framan við hurðir sé 1,5 m x 1,5 m. Í sameiginlegu rými starfsmannabúða skal eftir atvikum vera snyrting fyrir fatlaða með 0,90 m hliðarsvæði beggja vegna salernis .
Byggingar sem tilgreindar eru í 1. mgr. skulu uppfylla kröfur þessarar reglugerðar í samræmi við áformaða notkun. [...]2) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 41. gr .2) Rgl. nr. 350/2013, 39. gr .
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.