Aftur í: 6. HLUTI. AÐKOMA, UMFERÐARLEIÐIR OG INNRI RÝMI MANNVIRKJA
Tæknirými bygginga skulu henta fyrir fyrirhugaða starfsemi og vera þannig gerð að auðvelt sé að komast að öllum tækjum og búnaði sem þar kann að vera .
Tæknirými bygginga skulu vera vel manngeng [...]1) .
Í tæknirýmum bygginga skal vera fullnægjandi lýsing og þau loftræst. Almennt skulu þau einnig upphituð nema eðli starfseminnar sé þannig að hún leyfi annað .
Þannig skal gengið frá tæknirýmum að þau séu ávallt læst ef í þeim eru tæki, búnaður eða efni sem eru viðkvæm, geta valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum .
Hurðir í dyrum tæknirýma bygginga skulu almennt opnast í flóttaátt .
Tæknirými skulu þannig hönnuð og þeim komið fyrir þannig að ekki sé hætta á að þau valdi truflun eða óþægindum í byggingunni eða í nágrenni hennar .
Við hönnun og gerð tæknirýma skal tryggt að allar kröfur Vinnueftirlits ríkisins til slíkra rýma séu uppfylltar .
1) Rgl. nr. 350/2013, 40. gr .
Inntaksrými er það rými eða klefi þar sem stofnleiðslur fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, síma og rafrænar gagnaveitur tengjast byggingu. Í fjöleignarhúsum skulu slík rými ætíð vera í sameign. Almennt skulu öll lagnainntök vera í sama rými .
Í inntaksrými fyrir heitt og kalt vatn skal vera niðurfall í gólfi og frágangur í dyraopi til að hindra að vatn renni inn eða út úr rýminu .
Í inntaksrými eða svæði umhverfis inntök þar sem um er að ræða sameiginlegt inntaksrými með öðrum rýmum, skal gólfflötur og veggflötur vera nægjanlegur fyrir búnaðinn til að hægt sé að athafna sig við uppsetningu, rekstur og viðhald búnaðarins .
Inntaksrými vatnsúðakerfis getur verið sameiginlegt með öðrum vatnsinntökum, enda sé gengt í það utan frá. Stærð rýmis fyrir inntak og stjórnbúnað vatnsúðakerfis ræðst af umfangi búnaðar .
Klefa eða herbergi fyrir loftræsitæki skal hanna og staðsetja þannig í byggingum að auðvelt sé að komast að tækjum og stjórnbúnaði til eftirlits, viðhalds og viðgerða. Jafnframt skal við hönnun og staðsetningu tryggt að ákvæði þessarar reglugerðar um hljóðvist séu uppfyllt og ekki verði ónæði vegna titrings .
Stærð klefa eða herbergis fyrir loftræsitæki skal ákvarða út frá umfangi loftræsikerfis .
Gólfniðurfall skal vera í klefa eða herbergi fyrir loftræsitæki og skulu gólf vera vatnsþétt .
Í töfluherbergjum bygginga skal séð fyrir viðeigandi loftræsingu. Stærð töfluherbergis skal miða við að nægjanlegt rými sé til umferðar og flótta þrátt fyrir að hurðir á töfluskápum standi fullopnar .
Í öðrum byggingum en þeim sem ætlaðar eru til íbúðar skulu vera fullnægjandi loftræstir ræstiklefar sem rúma ræstivask og ræstibúnað. Í ræstiklefa skal vera vaskur og gólfniðurfall. [...]1) Miða skal við að ræstiklefi fylgi hverjum eignarhluta eða hæð í byggingu. Hurðir í dyrum ræstiklefa skulu almennt opnast út og vera læsanlegar .
Ræstiklefi skal vera á hverri hæð byggingar eða aðgangur að lyftu þannig að greiður aðgangur sé að ræstiklefa .
Frágangur ræstiklefa í byggingum skal uppfylla kröfur til votrýma í þessari reglugerð .
1) Rgl. nr. 350/2013, 41. gr .
Í eða við allar byggingar skal vera aðstaða til flokkunar og geymslu sorps .
Sorpgeymslur geta ýmist verið innbyggðar í byggingu, í tengslum við hana, neðanjarðar eða sem sorpgerði/-skýli. Sorplausnir utan lóða eru háðar samþykki leyfisveitanda .
Fjöldi og gerð sorpíláta við íbúðarhúsnæði fer eftir kröfum viðkomandi sveitarfélags .
Hindrunarlaus hæð fyrir sorpílát skal vera minnst 1,40 m .
Fyrir aðrar byggingar en íbúðarhús skal meta stærð og fjölda sorpíláta og sorpgeymslna út frá starfsemi og kröfum viðkomandi sveitarfélags .
Þar sem talin er þörf á sorpgámum, skal staðsetning, stærð og frágangur þeirra sýndur á aðaluppdráttum .
Ekki er heimilt að hafa sorprennur í byggingum .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1) 1) Rgl. nr. 360/2016, 17. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
Inngangur í innbyggða sorpgeymslu og sorpgeymslu sem byggð er í tengslum við byggingar skal vera utan frá um læsanlegar dyr sem opnast út .
[Hindrunarlaust umferðarmál dyra að sorpgeymslu skal minnst vera 1,00 m að breidd og samsvarandi hæð minnst 2,00 m.]3)[]1) Lofthæð í sorpgeymslum skal vera minnst 2,50 m. Viðkomandi sveitarfélag getur þó gert frekari kröfur um rýmisstærð og ákveðið að nota sorpgáma eða önnur ílát sem þurfa meira rými .
Inngangur í sorpgeymslu skal að jafnaði ekki meira niðurgrafinn en 1,20 m. Sé inngangur niðurgrafinn skal aðkoma að sorpgeymslu vera upphituð og ekki halla meiri en 1:4 .
Sorpgeymslur skulu þannig frágengnar að auðvelt sé að þrífa þær. Í innbyggðum sorpgeymslum skal hafa skolkrana þannig staðsettan að hægt sé að nýta hann til þrifa á sorpgeymslunni. Ávallt skal vera gólfniðurfall í sorpgeymslum .
Sorpgeymslur skal loftræsa með ólokanlegri loftrist að útilofti. Loftristin skal vera staðsett á vegg eða hurð og vera músa- og rottuheld. Á lokuðum sorpgeymslum skal einnig vera loftræsirör upp úr þaki eða hún loftræst á annan fullnægjandi hátt .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 42. gr .6.12.8. gr .[Sorpgerði/sorpskýli.]1) […]1) [Sorpgerði/sorpskýli skal ekki vera fjær inngangi byggingar en sem svarar 25 m.]1) [Gólf í sorpgerði/sorpskýli skal vera úr efni sem auðvelt er að þrífa og með niðurfalli sé það 6 m² eða stærra.]2) Vegna sorpgerðis/sorpskýlis skal gert ráð fyrir vatnskrana og slöngu við byggingu, þannig staðsettri að hægt sé að nota slönguna við að þrífa sorpgerðið/sorpskýlið .
Ákvæði 6.2.3. gr. um umferðarbreidd gilda gagnvart sorpgerði og sorpskýli á lóð. Sorpgerði og sorpskýli skulu ekki vera niðurgrafin .
1) Rgl. nr. 360/2016, 18. gr.
2) Rgl. nr. 350/2013, 42. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 25 gr.
[]1)
[Sorpgerði, sorpskýli og neðanjarðar sorplausnir skulu ekki vera fjær inngangi byggingar en sem svarar 25 m.]3) []1)
[Gólf í [sorpgerði og sorpskýli]3) skal vera úr efni sem auðvelt er að þrífa og með niðurfalli sé það 6 m² eða stærra.]2)
Vegna [sorpgerðis og sorpskýlis]3) skal gert ráð fyrir vatnskrana og slöngu við byggingu, þannig staðsettri að hægt sé að nota slönguna við að þrífa [sorpgerðið eða sorpskýlið.]3)
Ákvæði 6.2.3. gr. um umferðarbreidd gilda gagnvart sorpgerði og sorpskýli á lóð. Sorpgerði og sorpskýli skulu ekki vera niðurgrafin.
1) Rgl. nr. 360/2016, 18. gr.
2) Rgl. nr. 350/2013, 42. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020, 26. gr.
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.