10.3. KAFLI. Þægindi innilofts

Aftur í: 10. HLUTI. HOLLUSTA, HEILSA OG UMHVERFI

10.3.1. gr .Markmið

Mannvirki skulu þannig hönnuð og byggð að þægindi hvað varðar hita raka og hreyfingu lofts á þeim svæðum þar sem fólk dvelur séu fullnægjandi og ávallt í eðlilegu samræmi við þær athafnir og þá starfsemi sem fram fer í mannvirkinu .

10.3.2. gr .Innivist

[Um innivist í byggingum skal hafa hliðsjón af ÍST EN ISO 7730.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 51. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.