14.11.2. gr .Lyftugöng, vélarrými og loftræsing

Aftur í: 14.11. KAFLI. Lyftur

Lyftugöng í byggingum skal loftræsa þannig að flatarmál sjálfsogandi loftrásar sé að lágmarki 1% af flatarmáli lyftuganga. Óheimilt er að tengja loftrás frá lyftu við önnur loftræsikerfi í húsinu eða leggja aðrar lagnir í lyftugöng en þær sem tilheyra lyftunni, sbr. [reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur]2).
Vélarrými lyftu í byggingu skal eingöngu vera fyrir vélbúnað lyftunnar sbr.[reglugerð um lyftur og öryggisíhluti fyrir lyftur.]1)
Greiður aðgangur skal vera að klefa fyrir lyftuvél hvort sem hann er í þaki eða kjallara .
1) Rgl. nr. 669/2018, 8. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020, 60. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.