4.10.3. gr.]1) Iðnmeistaraskipti

Aftur í: 4.10. KAFLI . Iðnmeistarar

Hætti iðnmeistari umsjón með verki áður en hans þætti við mannvirki er lokið skal byggingarstjóri sjá um og bera ábyrgð á að nýr iðnmeistari taki við störfum án tafar og [skrá það í gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3)]2) .
Byggingarstjóri skal sjá til þess að framkvæmdir við þá verkþætti sem fráfarandi iðnmeistari bar ábyrgð á og hafði umsjón með séu stöðvaðar þar til nýr iðnmeistari hefur undirritað ábyrgðaryfirlýsingu og [hún hefur verið skráð í gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3). Jafnframt skal ábyrgðaryfirlýsingin send leyfisveitanda]2) .
Byggingarstjóri skal gera stöðuúttekt á þeim verkþáttum sem fráfarandi iðnmeistari hafði umsjón með og skulu bæði fráfarandi iðnmeistari, ef þess er kostur, og hinn nýi undirrita úttektina ásamt byggingarstjóra .
Stöðuúttekt skal [skráð í gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og gagnasafn [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3)]2). Nýr iðnmeistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnir eru eftir að hann tekur við starfinu .
1) Rgl. nr. 360/2016, 5. gr .
2) Rgl. nr. 1278/2018, 24. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.