6.8.1. gr .Almennt

Aftur í: 6.8. KAFLI. Byggingar til annarra nota en íbúðar

Ákvæði 6.8. kafla gilda almennt um byggingar til annarra nota en íbúðar, þ.m.t. þær byggingar sem falla undir 6.9., 6.10. og 6.11. kafla .
Kröfur til íbúðarhúsa ná einnig til bygginga sem ætlaðar eru til annarra nota að svo miklu leyti sem við á .
Öll rými innan bygginga sem falla undir þennan hluta reglugerðarinnar skulu henta fyrirhugaðri starfsemi í byggingunni og þau þannig gerð að uppfylltar séu allar kröfur um vinnuvernd, hollustuhætti og öryggi og séu hagkvæm í rekstri og viðhaldi. Atvinnuhúsnæði skal uppfylla lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðir og reglur sem settar hafa verið samkvæmt þeim lögum, sbr. m.a .
reglur Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða. Þá skal uppfylla ákvæði í reglugerð um hollustuhætti eftir því sem við á .
Í byggingum sem falla undir þennan [kafla]3) reglugerðarinnar skal í hverjum eignarhluta séð fyrir fullnægjandi fjölda snyrtinga og ræstiklefa .
Flutningaleiðir fyrir aðföng og úrgang innan og við byggingar sem falla undir þennan kafla skulu vera vel skipulagðar með greiðan aðgang að sorpgeymslu eða sorpgámum .
[Við hönnun slíkra bygginga og við endurbyggingu skal í hönnunargögnum gerð grein fyrir fjölda bíla­stæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg.
[Lágmarksfjöldi slíkra stæða skal vera samkvæmt töflu 6.05 og miðast við hver heildarfjöldi stæða er við byggingu. Tengi­búnaður vegna hleðslu rafbíla skal vera við slík stæði.

Tafla 6.05 Lágmarksfjöldi bílastæða ar sem hleðsla rafbíla er möguleg fyrir byggingar til annara nota en íbúðar

Heildarfjöldi stæða við byggingu:Lágmarksfjöldi stæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg
1-51
6-102
11-153
16-204

Síðan skal bæta við að lágmarki einu stæði þar sem tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla er til staðar fyrir hver 5 stæði. Að auki skal tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla vera til staðar við öll bílastæði fyrir hreyfihamlaða.]2)
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1)
1) Rgl. 669/2018, 5.gr.
2) Rgl. 1278/2018, 27.gr.
3) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr. 3) Rgl. nr. 977/2020, 21. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.