Aftur í: 6.8. KAFLI. Byggingar til annarra nota en íbúðar
Ákvæði 6.8. kafla gilda almennt um byggingar til annarra nota en íbúðar, þ.m.t. þær byggingar sem falla undir 6.9., 6.10. og 6.11. kafla .
Kröfur til íbúðarhúsa ná einnig til bygginga sem ætlaðar eru til annarra nota að svo miklu leyti sem við á .
Öll rými innan bygginga sem falla undir þennan hluta reglugerðarinnar skulu henta fyrirhugaðri starfsemi í byggingunni og þau þannig gerð að uppfylltar séu allar kröfur um vinnuvernd, hollustuhætti og öryggi og séu hagkvæm í rekstri og viðhaldi. Atvinnuhúsnæði skal uppfylla lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðir og reglur sem settar hafa verið samkvæmt þeim lögum, sbr. m.a .
reglur Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða. Þá skal uppfylla ákvæði í reglugerð um hollustuhætti eftir því sem við á .
Í byggingum sem falla undir þennan [kafla]3) reglugerðarinnar skal í hverjum eignarhluta séð fyrir fullnægjandi fjölda snyrtinga og ræstiklefa .
Flutningaleiðir fyrir aðföng og úrgang innan og við byggingar sem falla undir þennan kafla skulu vera vel skipulagðar með greiðan aðgang að sorpgeymslu eða sorpgámum .
[Við hönnun slíkra bygginga og við endurbyggingu skal í hönnunargögnum gerð grein fyrir fjölda bílastæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg.
[Lágmarksfjöldi slíkra stæða skal vera samkvæmt töflu 6.05 og miðast við hver heildarfjöldi stæða er við byggingu. Tengibúnaður vegna hleðslu rafbíla skal vera við slík stæði.
Tafla 6.05 Lágmarksfjöldi bílastæða ar sem hleðsla rafbíla er möguleg fyrir byggingar til annara nota en íbúðar
Heildarfjöldi stæða við byggingu: | Lágmarksfjöldi stæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg |
---|---|
1-5 | 1 |
6-10 | 2 |
11-15 | 3 |
16-20 | 4 |
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.