7.1.2. gr .Algild hönnun

Aftur í: 7.1. KAFLI. Almennar kröfur

Eftirtalin útisvæði skal hanna og byggja á grundvelli algildrar hönnunar, þannig að þar sé tryggt jafnt aðgengi allra:
a. Við opinberar byggingar .
b. Við byggingar sem almenningur hefur aðgang að .
c. Við atvinnuhúsnæði eftir því sem unnt er .
d. Við byggingar ætlaðar öldruðum .
e. Við byggingar með íbúðir ætlaðar fötluðum .
f. Við stúdentagarða .
g. Við byggingar þar sem samkvæmt reglugerð þessari er krafist lyftu til fólksflutninga .
h. Leiksvæði innan lóða .
i. Íþróttasvæði .
Kröfur 1. mgr. gilda ekki ef útisvæði er í eðli sínu þannig að það geti ekki hentað fötluðum, s.s. vegna landslags .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.