9.4.2. gr .Sjálfvirk brunaviðvörun

Aftur í: 9.4. KAFLI. Öryggisbúnaður vegna brunavarna í byggingum

Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um sjálfvirka brunaviðvörun:
1. Setja skal sjálfvirkan búnað til að uppgötva eld á byrjunarstigi í öll mannvirki þar sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi lífs, umhverfis og eigna. Brunaviðvörunin skal hæfa viðkomandi mannvirki og starfsemi þess. Hún skal geta gefið viðvörun um eld í mannvirkinu það tímanlega að allir innan þess geti komið sér út úr mannvirkinu af eigin rammleik eða með aðstoð annarra áður en hættuástand skapast. Brunaviðvörunin skal virka þó rafmagn fari af húsinu .
2. Brunaviðvörun skal henta þeim sem nota mannvirkið og skal vera greinileg í öllum rýmum þar sem slíks kerfis er krafist. Hljóðmerki skulu ávallt vera vel aðgreinanleg frá öðrum hljóðmerkjum og styrkur þeirra ákveðinn m.a. með hliðsjón af hávaða í byggingunni. Í starfsemi með miklum fólksfjölda eða sérstökum aðstæðum þar sem tryggja þarf skjót viðbrögð skal brunaviðvörun vera töluð skilaboð eða annað sambærilegt. Í mannvirkjum sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skal til viðbótar hljóðmerkjum bæta við annarri brunaviðvörun, s.s. ljósmerkjum vegna heyrnardaufra .
Viðmiðunarreglur : Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um sjálfvirka brunaviðvörun:
1. Í mannvirki skal nota staka brunaskynjara eða skynjara sem eru samtengdir í sameiginlega stjórnstöð og ræðst val þeirra af notkunarflokki mannvirkisins, fólksfjölda og stærð þess skv. ákvæðum í töflu 9.02 .

Tafla 9.02 Krafa um sjálfvirka brunaviðvörun .

Notkunarflokkur A. Krafa um sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfiB. Krafa um staka reykskynjara sbr. 9.4.3. gr.
1 Meginbrunahólf stærri en 1.000 m² eða þar sem fólksfjöldi er yfir 100 manns. Skólar og starfsemi þeim tengd þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns.Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 50 manns eða færri að undanskildu iðnaðarhúsnæði, lager og bílgeymslum starfsmanna.
2 Mannvirki þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns.Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 50 manns eða færri.
3  Öll mannvirki (ófrávíkjanlegt sbr. 1. mgr. 9.4.3 .gr.) .
4 Mannvirki þar sem fólksfjöldi er yfir 20 manns. Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 10 manns eða færri .
5 Öll mannvirki . 
6 Öll mannvirki .

2. Í mannvirkjum þar sem í reglugerð þessari er krafist brunaviðvörunarkerfis er heimilt að hafa í staðinn, að öllu leyti eða hluta, viðurkennt slökkvikerfi, enda sé sýnt fram á [með útreikningum]2) að viðvörun verði innan ásættanlegra marka .
3. Í mannvirkjum sem eru yfir þeim mörkum sem greinir í dálki B í töflu 9.02 en undir mörkum í dálki A skal nota sambyggð bruna- og innbrotaviðvörunarkerfi eða sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Allur búnaður skal uppfylla viðkomandi EN staðla og skal viðvörun frá honum, uppsetning, allur rekstur og viðhald vera í samræmi við leiðbeiningar [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) .
4. Hönnun, uppsetning og viðhald sjálfvirks brunaviðvörunarkerfis skal vera í samræmi við ÍST EN 54 .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 30. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.