9.4. KAFLI. Öryggisbúnaður vegna brunavarna í byggingum

Aftur í: 9. HLUTI. VARNIR GEGN ELDSVOÐA

9.4.1. gr .Markmið

Í byggingar er eingöngu heimilt að nota tæknibúnað ætlaðan til brunavarna sem er þannig hannaður og gerður að hann haldi virkni sinni í nauðsynlegan tíma. Í þeim tilgangi skal tryggja aðgengi að vatni, rafmagni eða öðru sem við á til að búnaðurinn virki á fullnægjandi hátt. Tæknibúnaðurinn skal þannig hannaður og gerður að hann auki ekki hættu á íkviknun eða útbreiðslu elds .

9.4.2. gr .Sjálfvirk brunaviðvörun

Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um sjálfvirka brunaviðvörun:
1. Setja skal sjálfvirkan búnað til að uppgötva eld á byrjunarstigi í öll mannvirki þar sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi lífs, umhverfis og eigna. Brunaviðvörunin skal hæfa viðkomandi mannvirki og starfsemi þess. Hún skal geta gefið viðvörun um eld í mannvirkinu það tímanlega að allir innan þess geti komið sér út úr mannvirkinu af eigin rammleik eða með aðstoð annarra áður en hættuástand skapast. Brunaviðvörunin skal virka þó rafmagn fari af húsinu .
2. Brunaviðvörun skal henta þeim sem nota mannvirkið og skal vera greinileg í öllum rýmum þar sem slíks kerfis er krafist. Hljóðmerki skulu ávallt vera vel aðgreinanleg frá öðrum hljóðmerkjum og styrkur þeirra ákveðinn m.a. með hliðsjón af hávaða í byggingunni. Í starfsemi með miklum fólksfjölda eða sérstökum aðstæðum þar sem tryggja þarf skjót viðbrögð skal brunaviðvörun vera töluð skilaboð eða annað sambærilegt. Í mannvirkjum sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skal til viðbótar hljóðmerkjum bæta við annarri brunaviðvörun, s.s. ljósmerkjum vegna heyrnardaufra .
Viðmiðunarreglur : Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um sjálfvirka brunaviðvörun:
1. Í mannvirki skal nota staka brunaskynjara eða skynjara sem eru samtengdir í sameiginlega stjórnstöð og ræðst val þeirra af notkunarflokki mannvirkisins, fólksfjölda og stærð þess skv. ákvæðum í töflu 9.02 .

Tafla 9.02 Krafa um sjálfvirka brunaviðvörun .

Notkunarflokkur A. Krafa um sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfiB. Krafa um staka reykskynjara sbr. 9.4.3. gr.
1 Meginbrunahólf stærri en 1.000 m² eða þar sem fólksfjöldi er yfir 100 manns. Skólar og starfsemi þeim tengd þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns.Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 50 manns eða færri að undanskildu iðnaðarhúsnæði, lager og bílgeymslum starfsmanna.
2 Mannvirki þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns.Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 50 manns eða færri.
3  Öll mannvirki (ófrávíkjanlegt sbr. 1. mgr. 9.4.3 .gr.) .
4 Mannvirki þar sem fólksfjöldi er yfir 20 manns. Mannvirki þar sem fólksfjöldi er 10 manns eða færri .
5 Öll mannvirki . 
6 Öll mannvirki .

2. Í mannvirkjum þar sem í reglugerð þessari er krafist brunaviðvörunarkerfis er heimilt að hafa í staðinn, að öllu leyti eða hluta, viðurkennt slökkvikerfi, enda sé sýnt fram á [með útreikningum]2) að viðvörun verði innan ásættanlegra marka .
3. Í mannvirkjum sem eru yfir þeim mörkum sem greinir í dálki B í töflu 9.02 en undir mörkum í dálki A skal nota sambyggð bruna- og innbrotaviðvörunarkerfi eða sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Allur búnaður skal uppfylla viðkomandi EN staðla og skal viðvörun frá honum, uppsetning, allur rekstur og viðhald vera í samræmi við leiðbeiningar [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) .
4. Hönnun, uppsetning og viðhald sjálfvirks brunaviðvörunarkerfis skal vera í samræmi við ÍST EN 54 .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 30. gr.

9.4.3. gr .Stakir reykskynjarar

Meginreglur: Staka reykskynjara með hljóðgjafa og eftir atvikum með ljósmerkjum skal setja í byggingar þar sem slíkt er talið nauðsynlegt vegna brunavarna þar sem ekki er krafist sjálfvirks brunaviðvörunarkerfis. Þá skal velja með hliðsjón af aðstæðum og staðsetja þannig að þeir geti með sem bestum hætti skynjað og látið vita af eldi. Staka reykskynjara með hljóðgjafa skal setja í hverja íbúð og notkunareiningu í notkunarflokki 3. Staka reykskynjara með hljóðgjafa skal ennfremur setja í hvert herbergi þar sem boðið er upp á heimagistingu nema sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi sé í byggingunni .
Viðmiðunarreglur: Fjöldi og staðsetning reykskynjara skulu valin þannig að ekki sé minna en einn skynjari fyrir hverja 80 m² í notkunarflokki 3, minnst einn á hverri hæð og hljóðstyrkur hans í hverju einstöku svefnherbergi sé ekki undir 75 dB(A) .

9.4.4. gr .Handslökkvitæki

[Meginreglur:]2) Í öllum byggingum skulu vera handslökkvitæki sem samræmast ákvæðum reglugerðar um slökkvitæki .
[Viðmiðunarreglur: Slökkvitæki skulu uppfylla ÍST EN 3.]2)
Handslökkvitæki skulu vera í öllum rýmum þar sem slíkt er nauðsynlegt til að tryggja brunavarnir. Þau skulu valin með hliðsjón af þeirri gerð elds sem líklegt er að geti orðið í viðkomandi rými. Handslökkvitæki skal vera í hverri íbúð í notkunarflokki 3 og í öllum bílgeymslum .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 31. gr.

9.4.5. gr .Slöngukefli

Meginreglur: Setja skal slöngukefli innanhúss í mannvirkjum þegar slíkt er nauðsynlegt til að tryggja brunavarnir. Þar sem slöngukefli eru staðsett skal vera hægt að ná með slöngunni út í öll horn viðkomandi rýma. Slöngukefli skal staðsetja þannig að ekki sé hætta á að notandi þeirra teppist inni vegna reyks eða elds .
Slöngukefli skulu vera í samræmi við ákvæði reglugerðar um slökkvitæki .
Viðmiðunarreglur: Slöngukefli skulu sett í notkunareiningar í notkunarflokki 1 og 2 sem eru stærri en 500 m² svo og í byggingar í öðrum notkunarflokkum en notkunarflokki 3, þar sem þess er þörf vegna brunaálags og brunaáhættu. Lagnir að slöngukeflum skulu gerðar með þeim hætti að nægjanlegt vatnsrennsli að þeim sé tryggt í minnst 15 mínútur. [Slöngu­kefli skulu uppfylla ÍST EN 671-1.]2) Við val á slöngukefli skal miða við eftirfarandi lágmarkskröfur fyrir vatnsrennsli og þrýsting:
a. Fyrir aðrar byggingar en tilgreindar eru í b-lið skal miðað við 20 l/mín vatnsrennsli og 9 m kastlengd .
b. Fyrir stór iðnaðar- og geymsluhús og byggingar þar sem eldhætta er mjög mikil og brunaálag yfir 800 MJ/m² skal miða við 40 l/mín vatnsrennsli og 9 m kastlengd .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 32. gr.

9.4.6. gr .Sjálfvirk slökkvikerfi

Meginreglur: Setja skal sjálfvirkan búnað til að slökkva eld þar sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi lífs, umhverfis og eigna. Sjálfvirk slökkvikerfi í mannvirkjum skulu þannig útfærð að þau geti slökkt eða takmarkað eld í mannvirkinu í viðunandi langan tíma. Þau skulu geta farið í gang innan nægjanlega skamms tíma og með nægu öryggi til að uppfylla kröfur. Kerfin skulu vera varin gegn því að eldur geri þau óvirk. Virkni búnaðarins skal vera trygg þegar rafmagn er á byggingunni og hafa skal viðeigandi varnir gegn rafmagnsleysi.
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um sjálfvirk slökkvikerfi:
1. Sjálfvirk [vatnsúðakerfi]2) skulu vera í mannvirkjum skv. því sem tilgreint er í töflu 9.03.

Tafla 9.03 Krafa um sjálfvirk [vatnsúðakerfi]2) í mannvirkjum.

Notkunarflokkur Stærðarmörk
1Lager- og iðnaðarhúsnæði yfir 2.000 m² .
Bílgeymslur með loft undir yfirborði jarðar .
Bílgeymsla > 600 m² með gólf undir yfirborði jarðar, en loft við eða yfir yfirborði jarðar nema hún sé búin reyklosun skv. 9.8.4. gr. Gólf má telja ofanjarðar ef a.m.k. tvær hliðar eða hálft ummálið (á neðstu hæð) er alveg upp úr jörð .
Bílgeymsla > 2.000 m² með gólf yfir yfirborði jarðar nema hún sé búin reyklosun skv. 9.8.4. gr .
2Leiksvið > 100 m² .
Verslanir > 2.000 m² á einni hæð og > 1.000 m² á tveimur hæðum eða fleiri .
Bílgeymslur, sömu kröfur og fyrir bílgeymslur sem falla undir notkunarflokk 1 .
3Engin krafa .
4Engin krafa .
5Sjúkrahús og stofnanir fyrir aldraða og fatlaða .
6Lokaðar deildir sjúkrahúsa o.þ.h .

2. Í byggingum þar sem krafist er sjálfvirks [vatnsúðakerfis]2) kann að þurfa að setja upp annars konar slökkvikerfi í hluta mannvirkis ef starfsemi er með þeim hætti að ekki megi nota vatn sem slökkvimiðil.
3. Sjálfvirk [vatnsúðakerfi]2) skulu hönnuð og þeim viðhaldið í samræmi við staðalinn ÍST EN 12845 og ÍST EN 12259 eða aðra staðla sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) viðurkennir.
4. Þokukerfi skal hanna í samræmi við leiðbeiningar sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) gefur út.
5. [Í íbúðarhúsum skal nota hraðvirka úðastúta þegar hannað er sam­kvæmt ÍST EN 12845. Heimilt er að nota staðalinn ÍST EN 16925 við gerð vatnsúða­kerfa í íbúðarhúsnæði í notkunarflokki 4, hótelherbergjum í notkunarflokki 4 og sjúkra­rýmum í notkunarflokki 5 að því skilyrði uppfylltu að hótelherbergi og sjúkrarými séu sér brunahólf.
6. Heimilt er að vatnsúðakerfi fyrir notk­unar­flokk 6 séu gerð í samræmi við ÍST EN 12845 eða í samræmi við ÍST EN 16925.]3)
7. Slökkvikerfi í eldhúsháfa og slökkvikerfi sem nota aðrar gerðir slökkvimiðla skulu gerð í samræmi við leiðbeiningar [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).
8. Byggingarfulltrúi getur óskað eftir staðfestingu frá [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) um áhættuflokk sjálfvirkra slökkvikerfa.
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 33. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 34. gr.

9.4.7. gr .Hurðalokari (pumpa)

Meginreglur: Setja skal hurðalokara í byggingar þar sem slíkt er nauðsynlegt til að tryggja að reykflæði verði ekki á milli brunahólfa. Tryggja skal að hurðir með hurðalokurum sé ekki unnt að festa opnar. Setja skal sjálfvirka lokara á allar brunaflokkaðar hurðir nema þar sem krafa er um að hurðir séu læstar, s.s. í spennistöðvum og tæknirýmum fyrir lyftur, eða þar sem starfsemi er með þeim hætti að gera má ráð fyrir að hurðir séu ávallt lokaðar .
Viðmiðunarreglur: Á hurð sem er í mikilli notkun skal lokari vera í flokki C5 skv. ÍST EN 14600 en nota má flokk C2 eða betri á hurð sem yfirleitt stendur opin á hurðarsegli. Þar sem ekki er skilgreint hvaða flokk á að nota skal hönnuður velja viðkomandi flokk með tilliti til umferðar um hurð .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

9.4.8. gr .Sjálfvirk reyklosun

Meginreglur: Markmið með sjálfvirkri reyklosun úr mannvirki er að losa út reyk og hita áður en hætta skapast fyrir fólk, dýr eða eignir. Sjálfvirk reyklosun skal geta opnast eins fljótt og mikið og þörf er á og halda virkni sinni í þann tíma sem nauðsynlegur er til að tryggja brunavarnir. Virkni búnaðarins skal vera trygg þegar rafmagn er á byggingunni og hafa skal viðeigandi varnir gegn rafmagnsleysi. Við hönnun og val á sjálfvirkum reyklosunarbúnaði skal tekið tillit til vind- og snjóálags. Kerfið skal vera varið gegn því að eldur geri það óvirkt. Reyklosun sem byggir á gegnumbruna á léttbyggðum þakeiningum eða gluggum húsa skal aðeins leyfð þar sem sýnt er fram á að hún virki nægjanlega hratt og tryggi nægjanlega reykræsingu .
Viðmiðunarreglur: Sjálfvirk reyklosun úr mannvirki skal hönnuð í samræmi við ÍST EN 12101. Í gluggalausum samkomusölum í notkunarflokki 2, sem eru stærri en 200 m², skal setja reyklosunarbúnað á þak eða upp fyrir þak. Samanlagt opnunarflatarmál skal vera a.m.k. 0,5% af gólffleti. Búnaðurinn skal vera sjálfvirkur og stjórnað af reykskynjara .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

9.4.9. gr .Reyktálmar

Reyktálmar í mannvirkjum skulu hafa nægjanlega brunamótstöðu og þéttleika til að hindra útbreiðslu reyks í þann tíma sem brunahönnun tilgreinir. Sé virkni reyktálma háð rafmagni skulu þeir búnir varaafli sem heldur þeim virkum hvort sem straumrofið orsakast af bruna eða öðrum orsökum .

9.4.10. gr .Yfirþrýst rými

Ef yfirþrýst rými í mannvirkjum er forsenda fyrir brunavörnum skal búnaðurinn sem heldur uppi yfirþrýstingnum vera þannig gerður að reykur berist ekki inn í rýmið. Búnaðurinn skal virka í þann tíma sem brunahólfun rýmisins gerir ráð fyrir. Rafmagnstenging að blásurum í yfirþrýstum rýmum skal varin gegn bruna og þannig frágengin að blásararnir virki í tilskilinn tíma enda þótt rafmagn fari af mannvirkinu .
Yfirþrýstingur í rýmum skal haldast þó tvennar dyr séu opnar samtímis .

9.4.11. gr .Almenn lýsing á flóttaleiðum

Meginreglur: Allar flóttaleiðir í mannvirkjum skulu vera með nægjanlega almenna lýsingu þannig að notkun þeirra sé greið. Í byggingum þar sem krafist er algildrar hönnunar skal lýsing taka mið af því .
Viðmiðunarreglur: Í byggingum sem eru tvær hæðir eða hærri skal lýsing í stigahúsum gerð með þeim hætti að tvö samliggjandi ljós séu tengd á sitt hvora greinina. Almenn lýsing í flóttaleið skal ekki vera minni en 100 lux .

9.4.12. gr .Neyðarlýsing

Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um neyðarlýsingu:
1. Neyðarlýsing skal vera nægjanleg þannig að rýming byggingar sé möguleg við straumrof .
2. Í byggingum í öllum notkunarflokkum, öðrum en flokki 3, skal vera neyðarlýsing. Í öllum stigahúsum yfir fjórar hæðir í notkunarflokki 3 og í öllum gluggalausum stigahúsum [og göngum]2) skal vera neyðarlýsing. Við tæknibúnað sem þarf að vinna við þegar straumrof verður skal vera fullnægjandi neyðarlýsing .
3. Neyðarlýsing í byggingum skal að lágmarki lýsa í 60 mín eftir straumrof .
4. Neyðarlýsing skal ekki vera minni en 1 lux í miðlínu flóttaleiðar en minnst 5 lux í tröppum og stigahúsum. Neyðarlýsingin skal ná 50% af ljósstyrknum á 5 sek. og fullum styrk á 60 sek. en fullum ljósstyrk skal náð á 0,5 sek. á sérstaklega hættulegum svæðum .
5. Í byggingum þar sem krafist er algildrar hönnunar skal neyðarlýsing taka mið af því .
6. Varastraumgjafar skulu vera vararafstöðvar, rafhlöður eða annar jafntryggur búnaður sem tekur sjálfvirkt við ef aðalstraumgjafi bilar .
Viðmiðunarreglur: Raflagnir í neyðarlýsingu bygginga skulu varðar fyrir eldi í 30 mín. Raflagnir innan hvers EI 90 brunahólfs skulu vera óháðar raflögnum í öðrum EI 90 brunahólfum. Setja skal neyðarlýsingu fyrir utan útihurðir í flóttaleið nema þar sem farið er út á jafnsléttu og önnur lýsing gefur fullnægjandi birtu .
[...]2) Hönnun neyðarlýsingar skal vera í samræmi við ÍST EN 1838, ÍST EN 50171, ÍST EN 50172, ÍST 150 og ÍST EN 60598-2-22 .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 35. gr.

9.4.13. gr .Búnaður til að draga úr sprengiþrýstingi

[Meginreglur:]2) Ef starfsemi í mannvirki eða hluta þess er slík að sérstök hætta er talin vera á sprengingu, t.d. af völdum gass eða vökva, skal mannvirkið þannig hannað og byggt að það hrynji ekki eða laskist verulega af völdum sprengingar. Á slíkum rýmum skulu vera sprengilúgur, gluggar, léttir útveggir eða þakhlutar sem láta undan við sprengingu .
Búnaður til þrýstiminnkunar má ekki vera þannig staðsettur í mannvirki að hann stofni vegfarendum eða nálægum byggingum í hættu .
Gera skal grein fyrir sprengihættu og aðgerðum til að tryggja öryggi vegna sprenginga í brunahönnun .
Við hönnun og gerð bygginga eða einstakra rýma þar sem fyrirhuguð starfsemi fellur undir reglugerðir Vinnueftirlits ríkisins, t.d. vegna ketilrýmis fyrir gufukatla, vélarýmis fyrir kæli- og frystivélar o.þ.h., skal tryggja að gerð rýmisins sé þannig að ákvæði reglugerðanna séu uppfyllt.
[Viðmiðunarreglur: Um hönnun og grein­ingu á sprengifimu andrúmslofti fer eftir ákvæðum reglugerða um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum og um búnað og verndarkerfi sem eru ætluð til notkunar í mögulega sprengi­fimu lofti. Taka skal mið af ÍST EN 60079 við slíka hönnun.]2)
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 36. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.