9.4.6. gr .Sjálfvirk slökkvikerfi

Aftur í: 9.4. KAFLI. Öryggisbúnaður vegna brunavarna í byggingum

Meginreglur:
Setja skal sjálfvirkan búnað til að slökkva eld þar sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi lífs, umhverfis og eigna. Sjálfvirk slökkvikerfi í mannvirkjum skulu þannig útfærð að þau geti slökkt eða takmarkað eld í mannvirkinu í viðunandi langan tíma. Þau skulu geta farið í gang innan nægjanlega skamms tíma og með nægu öryggi til að uppfylla kröfur. Kerfin skulu vera varin gegn því að eldur geri þau óvirk. Virkni búnaðarins skal vera trygg þegar rafmagn er á byggingunni og hafa skal viðeigandi varnir gegn rafmagnsleysi .
Viðmiðunarreglur:
Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um sjálfvirk slökkvikerfi:
1. Sjálfvirk úðakerfi skulu vera í mannvirkjum skv. því sem tilgreint er í töflu 9.03 .

Tafla 9.03 Krafa um sjálfvirk úðakerfi í mannvirkjum .

Notkunarflokkur Stærðarmörk
1Lager- og iðnaðarhúsnæði yfir 2.000 m² .
Bílgeymslur með loft undir yfirborði jarðar .
Bílgeymsla > 600 m² með gólf undir yfirborði jarðar, en loft við eða yfir yfirborði jarðar nema hún sé búin reyklosun skv. 9.8.4. gr. Gólf má telja ofanjarðar ef a.m.k. tvær hliðar eða hálft ummálið (á neðstu hæð) er alveg upp úr jörð .
Bílgeymsla > 2.000 m² með gólf yfir yfirborði jarðar nema hún sé búin reyklosun skv. 9.8.4. gr .
2Leiksvið > 100 m² .
Verslanir > 2.000 m² á einni hæð og > 1.000 m² á tveimur hæðum eða fleiri .
Bílgeymslur, sömu kröfur og fyrir bílgeymslur sem falla undir notkunarflokk 1 .
3Engin krafa .
4Engin krafa .
5Sjúkrahús og stofnanir fyrir aldraða og fatlaða .
6Lokaðar deildir sjúkrahúsa o.þ.h .

2. Í byggingum þar sem krafist er sjálfvirks úðakerfis kann að þurfa að setja upp annars konar slökkvikerfi í hluta mannvirkis ef starfsemi er með þeim hætti að ekki megi nota vatn sem slökkvimiðil .
3. Sjálfvirk úðakerfi skulu hönnuð og þeim viðhaldið í samræmi við staðalinn ÍST EN 12845 og ÍST EN 12259 eða aðra staðla sem Mannvirkjastofnun viðurkennir .
4. Þokukerfi skal hanna í samræmi við leiðbeiningar sem Mannvirkjastofnun gefur út .
5. Heimilt er að úðakerfi í íbúðum í notkunarflokkum 3 og í notkunarflokkum 5 og 6 séu gerð í samræmi við INSTA 900 .
6. Slökkvikerfi í eldhúsháfa og slökkvikerfi sem nota aðrar gerðir slökkvimiðla skulu gerð í samræmi við leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar .
7. Byggingarfulltrúi getur óskað eftir staðfestingu frá Mannvirkjastofnun um áhættuflokk sjálfvirkra slökkvikerfa .
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018 og í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018.