9.9.2. gr .Burðarvirkjaflokkar

Aftur í: 9.9. KAFLI. Burðarvirki við bruna

Krafa til brunamótstöðu burðarvirkja ræðst af áhrifum af hruni mannvirkisins á öryggi fólks og dýra skv .
töflu 9.10 .
Við mat á flokkun burðarvirkja m.t.t. brunamótstöðu skal taka tillit til:
a. líkinda þess að fólk, t.d. við rýmingu, eða slökkvilið séu á því svæði sem brot á burðarvirki hefur áhrif á, b. afleiddra afleiðinga hruns, t.d. á önnur burðarvirki, c. gerð brots á burðarvirki, og d. afleiðinga fyrir mikilvæga þætti byggingar, sem áhrif hafa á rýmingu eða slökkvi- og björgunarstörf .
Kröfur á burðarvirki sem hafa áhrif á brunahólfun geta ekki verið lægri en krafa viðkomandi skila .
Tafla 9.10 Flokkun burðarvirkja m.t.t. áhættu .

Áhætta vegna öryggis fólks og dýra Notkun og stærð mannvirkis
Mjög takmörkuð Skyggni á jarðhæð, þakásar, mannvirki undir 200 m² á einni hæð .
Stigar innanhúss í notkunarflokki 3, mest 2 hæðir .
Lítil Sérbýlishús í notkunarflokki 3 mest 2 hæðir.
Stigar mest 7 hæðir.
Mannvirki undir 600 m² í notkunarflokki 1 .
Meðal Meginburðarvirki bygginga mest 4 hæðir eða mest 12,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi .
Meginburðarvirki kjallara mest 1 hæð .
Súlur undir milligólfum .
Stigar yfir sjö hæðir .
Mikil Meginburðarvirki bygginga í notkunarflokki 3, annarra en sérbýlishúsa .
Byggingar mest 7 hæðir og mest 23,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi .
Mjög mikil Byggingar meira en 7 hæðir og hærri en 23,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi.
Kjallarar 2 hæðir eða meira.

Krafa á brunamótstöðu burðarvirkja getur ekki verið lægri en sem leiðir af kröfum á brunahólfun viðkomandi rýmis .
Burðarvirki á efstu hæð byggingar allt að 600 m² má lækka um einn flokk, þó ekki minna en R30 ef sýnt er fram á að öryggi annarra þátta, sbr. a-d-lið 2. mgr., er ekki skert .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.