9.9. KAFLI. Burðarvirki við bruna

Aftur í: 9. HLUTI. VARNIR GEGN ELDSVOÐA

9.9.1. gr .Almennt

Um hönnun á brunamótstöðu burðarvirkja gilda íslenskir þolhönnunarstaðlar, sbr. 8.2.1. gr. Burðarvirki skal hanna þannig að þau hafi fullnægjandi brunamótstöðu að teknu tilliti til öryggis fólks, dýra, eigna og björgunaraðila .
[Brunamótstöðu burðarvirkja má ákvarða með stöðluðu brunaferli, sbr. 9.9.3. gr., eða með útreikningum eftir náttúrulegu brunaferli, sbr. 9.9.5. gr.]2) 2) Rgl. nr. 280/2014, 28. gr .

9.9.2. gr .Burðarvirkjaflokkar

Krafa til brunamótstöðu burðarvirkja ræðst af áhrifum af hruni mannvirkisins á öryggi fólks og dýra skv .
töflu 9.10 .
Við mat á flokkun burðarvirkja m.t.t. brunamótstöðu skal taka tillit til:
a. líkinda þess að fólk, t.d. við rýmingu, eða slökkvilið séu á því svæði sem brot á burðarvirki hefur áhrif á, b. afleiddra afleiðinga hruns, t.d. á önnur burðarvirki, c. gerð brots á burðarvirki, og d. afleiðinga fyrir mikilvæga þætti byggingar, sem áhrif hafa á rýmingu eða slökkvi- og björgunarstörf .
Kröfur á burðarvirki sem hafa áhrif á brunahólfun geta ekki verið lægri en krafa viðkomandi skila .
Tafla 9.10 Flokkun burðarvirkja m.t.t. áhættu .

Áhætta vegna öryggis fólks og dýra Notkun og stærð mannvirkis
Mjög takmörkuð Skyggni á jarðhæð, þakásar, mannvirki undir 200 m² á einni hæð .
Stigar innanhúss í notkunarflokki 3, mest 2 hæðir .
Lítil Sérbýlishús í notkunarflokki 3 mest 2 hæðir.
Stigar mest 7 hæðir.
Mannvirki undir 600 m² í notkunarflokki 1 .
Meðal Meginburðarvirki bygginga mest 4 hæðir eða mest 12,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi .
Meginburðarvirki kjallara mest 1 hæð .
Súlur undir milligólfum .
Stigar yfir sjö hæðir .
Mikil Meginburðarvirki bygginga í notkunarflokki 3, annarra en sérbýlishúsa .
Byggingar mest 7 hæðir og mest 23,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi .
Mjög mikil Byggingar meira en 7 hæðir og hærri en 23,0 m að hæð mælt frá neðsta gólfi.
Kjallarar 2 hæðir eða meira.

Krafa á brunamótstöðu burðarvirkja getur ekki verið lægri en sem leiðir af kröfum á brunahólfun viðkomandi rýmis .
Burðarvirki á efstu hæð byggingar allt að 600 m² má lækka um einn flokk, þó ekki minna en R30 ef sýnt er fram á að öryggi annarra þátta, sbr. a-d-lið 2. mgr., er ekki skert .

9.9.3. gr .Brunamótstaða burðarvirkja – staðlað brunaferli

Hrun viðkomandi burðarvirkja skal ekki eiga sér stað innan skilgreindra tímamarka skv. töflu 9.11 miðað við staðlað brunaferli .
Tafla 9.11 Brunamótstaða burðarvirkja eftir brunaálagi .

Áhætta vegna öryggis fólks Brunaálag qf,k
≤ 800 MJ/m² ≤ 1.600 MJ/m² > 1.600 MJ/m²
Mjög takmörkuð 0 0 0
Lítil R 30 R 30 R 30
Meðal R 60 R 90 (*R 60) R 120 (*R 90)
Mikil R 90 (*R60) R 120 (*R 90) R 180 (*R 120)
Mjög mikil R 120 (*R 90) R 180 (*R 120) R 240 (*R 180)
* með sjálfvirku vatnsúðakerfi skv. 9.4.6. gr. má lækka kröfuna um eitt þrep .

[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

9.9.4. gr .Brunamótstaða svala

Meginreglur: Svalir í flóttaleið skulu geta þjónað hlutverki sínu í þann tíma sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi fólks og björgunaraðila. Taka skal tillit til bruna innan og utan byggingar, sem getur haft áhrif á brunamótstöðu svalanna .
Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um brunamótstöðu svala:
1. Svalir sem þjóna aðeins einu brunahólfi í allt að fjögurra hæða byggingum mega hafa burðarvirki sem ekki er R60, ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
a. Svalirnar eru festar við R60 burðarhluta úr A2-s1,d0 efni .
b. Burðarhlutar svala eru úr A2-s1,d0 efni og burðargeta hverra einstakra svala, óháð öðrum svölum .
c. Handrið og gólf er léttbyggt. Klæðning neðan á gólfið skal vera í B-s1,d0 .
2. Svalir á íbúðum á 2. hæð í notkunarflokki 3 mega vera úr efni D-s2,d0. Klæðning neðan á svalagólfið skal að jafnaði vera K220 B-s1,d0 .
3. Í öllum öðrum tilvikum en greinir í 1.-2. tölul. skulu svalir bygginga hafa sömu brunamótstöðu og hæðarskil þeirrar hæðar sem svalirnar þjóna .

9.9.5. gr .Hönnun með náttúrulegu brunaferli

Við hönnun burðarvirkja með náttúrulegu brunaferli skal taka tillit til allra aðstæðna í viðkomandi rými .
Reikna skal með brunaferli og brunaálagi í samræmi við töflu 9.12 .
Tafla 9.12 Brunaferli .

Áhætta vegna öryggis fólks Brunaferli
Mjög takmörkuð 0
Lítil 30 mínútur
Meðal Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 80% hlutfallsmark
Mikil Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 90% hlutfallsmark
Mjög mikil Fullt brunaferli (með kólnun). Brunaálag skv. 95% hlutfallsmark

Ef hægt er að sýna fram á að bruni nái ekki yfirtendrun má hanna samkvæmt forsendum staðbundins bruna.
Heimilt er að lækka álagsforsendur vegna brunaálags um 40% ef sjálfvirkt slökkvikerfi er í rýminu sbr . 9.4.6. gr. [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

9.9.6. gr .Yfirtendraður bruni

Reikna skal yfirtendraðan bruna með viðurkenndum aðferðum sem taka tillit til hita og massaflæðisjafna, sbr. ÍST EN 1991-1-2 .
Taka skal tillit til óvissu og breytileika í opnunarflötum og ekki skal reikna með lægri opnunarstuðli en 0,02 (m½) .

9.9.7. gr .Staðbundinn bruni

Meginreglur: Við útreikninga á staðbundnum bruna í byggingu skal taka tillit til óvissu eða breytileika í notkun .
Viðmiðunarreglur: Staðbundinn bruni skal byggja á ÍST EN 1991-1-2 viðauka C.]1) 1) Rgl. nr. 350/2013, 45. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.